fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Dapurleg skilaboð frá herforingja – „Þriðja heimsstyrjöldin er hafin“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 04:15

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

JD Vance, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, á það sameiginlegt með Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, og rússneskum stjórnmálamönnum að hafa hafa sagt að heimurinn standi á barmi þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Valeriy Zaluzninyi, fyrrum herforingi og núverandi sendiherra Úkraínu í Bretlandi, gengur skrefinu lengra og segir að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin.

„Árið 2024 getur maður svo sannarlega talið að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin. Úkraína berst ekki aðeins við Rússland. Norðurkóreskir hermenn eru einnig við víglínuna. Verum bara hreinskilin. Í Úkraínu drepa írönsk flugskeyti almenna borgara fyrir allra augum,“ sagði hann í ræðu sem hann flutti í Kyiv í síðustu viku að sögn Politico.

Hann bætti því við að bæði norðurkóresk og kínversk vopn séu notuð í stríðinu sem hefur nú staðið yfir í rúmlega 1.000 daga.

Hann sagðist telja að enn sé möguleiki á að takmarka útbreiðslu stríðsins þannig að það verði aðeins háð í Úkraínu en ekki á heimsvísu en af einhverri ástæðu þá vilji bandamenn Úkraínu ekki skilja það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!