fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Afinn sem sendi Kennarasambandinu reikning vill að sveitarfélögin „borgi lausnargjaldið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. nóvember 2024 09:00

Ólafur Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kennarasambandið hefur boðist til að hætta ótímabundnu verkfalli á fjórum leikskólum gegn því að sveitarfélögin borgi leikskólakennurum laun í verkfallinu. Sveitarfélögin eiga án hiks að taka þessu boði,” segir Ólafur Hauksson, afi barns í leikskóla Seltjarnarness, í aðsendri grein á vef Vísis.

Ólafur, sem er einnig almannatengill hjá Proforma, vakti athygli á dögunum þegar hann brá á það ráð að senda Kennarasambandi Íslands reikning vegna tekjutaps af völdum verkfallsins.

„Reikningurinn er fyrir þann hluta af dagvinnutíma sem ég hef lagt af mörkum til að vera með tveggja ára afabarnið vegna þess að hún er útilokuð frá leikskólanum. Ég sinni henni með glöðu geði, en á meðan afla ég ekki tekna,“ sagði Ólafur á Facebook-síðu sinni fyrir skemmstu en reikningurinn var upp á rúmar 300 þúsund krónur sem byggist á útseldum taxta hans sem ráðgjafi í almannatengslum.

Sjá einnig: Sakar kennara um óþverraskap

Pínd til að „kyngja skítnum“

Í grein sinni gerir Ólafur að umtalsefni KÍ reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum | Kennarasamband Íslands þess efnis að það sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum með þeim skilyrðum að sveitarfélögin skuldbindi sig til að greiða laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Leikskólarnir sem um ræðir eru leikskóli Seltjarnarness, Drafnarsteinn í Reykjavík, Holt í Reykjanesbæ og Ársalir á Sauðárkróki. Voru borgarstjóri og bæjarstjórar beðnir um að svara erindinu eigi síðar en klukkan 12 í dag.

Ólafur segir í grein sinni að það skipti engu þó mörgum þyki sérkennilegt að borga fólki laun í verkfalli og þyki það jaðra við að borga lausnargjald.

„Þetta tilboð er leið Kennarasambandsins til að halda andlitinu. Kennarasambandið viðurkennir að þetta örverkfall í nokkrum leikskólum hafi verið tóm vitleysa, en pínir sveitarfélögin til að kyngja skítnum með sér,“ segir hann.

Verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum

Hann segir sjálfsagt að sveitarfélögin taki þátt í leiknum með Kennarasambandinu því þau hefðu hvort sem er þurft að borga launin. Þau tapi engu.

„Að vissu leyti má virða forystu Kennarasambandsins fyrir að sjá að sér og gera þetta tilboð. Það sýnir skilning á því að verkfall í leikskólum hefur miklu verri afleiðingar en verkföll í grunnskólum og framhaldsskólum.“

Ólafur bendir á að leikskólaverkfall skelli af miklum þunga á foreldrum leikskólabarna og nánustu aðstandendum þeirra. Börn á leikskólaaldri þurfi stöðuga gæslu og umönnun en eldri börn miklu síður.

„Fyrir þau 600 leikskólabörn sem hafa verið án leikskólans undanfarnar fjórar vikur hafa 600 fullorðnir verið frá vinnu eða öðrum verkefnum í fullu starfi að sinna litlu börnunum, oftast án launa eða með því að taka út frídaga næsta árs.“

Ólafur segir svo að lokum að það sé svo annað mál að leikskólaverkfallið hafi ekki „gárað vatnið“ í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Það sýni tilgangsleysi þess og sé því í raun sjálfhætt.

„Samninganefnd ríkis og sveitarfélaga þarf enga skoðun að hafa á réttmæti málsins. Henni ber að sýna foreldrum og aðstandendum þessara 600 leikskólabarna skilning á stöðu þeirra og samþykkja tilboð Kennarasambandsins um greiðslu lausnargjalds.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna