fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 19:00

Sara Duterte, varaforseti, og Ferdinand Marcos yngri, forseti, þegar allt lék í lyndi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem djúp gjá sé að myndast milli voldugustu fjölskyldna Filippseyja. Sara Duterte, varaforseti landsins og dóttir Rodrigo Duterte fyrrum forseta, lét hafa eftir sér um helgina að hún myndi tryggja að Ferdinand Marcos yngri, forseti landsins, yrði myrtur ef að eitthvað myndi henda hana sjálfa. Sagði hún á fréttamannafundi að hún hefði þegar ráðið leigumorðingja sem framkvæma ódæðið eftir hennar dag og sá myndi einnig drepa eiginkonu forsetans og forseta þingsins. CNN greinir frá.

„Þetta er ekki grín, þetta er ekki grín,“ ítrekaði Duterte á áðurnefndum fundi. „Ég sagði honum að hætta ekki fyrr en hann hefði drepið þau öll og þá sagði hann já,“ lét varaforsetinn hafa eftir sér. Þá sagði hún að Marcos yngri væri óhæfur til að vera forseti og væri lygari.

Duterte er sögð hafa verið að bregðast við orðrómi um að öryggi hennar væri í hættu en ljóst er að blaðamannafundurinn mun hafa afleiðingar en háttsettir menn innan stjórnkerfisins hafa sagt að hótun hennar sé ógn við þjóðaröryggi.

Filippseyingar voru bjartsýnir þegar Marcos yngri og Sara Duterte sneru bökum saman og unnu stóran kosningasigur árið 2022.

Samstarfið hefur þó súrnað verulega á þessu ári og vegna ágreinings hafa valdheimildir varaforsetans Duterte  verið takmarkaðar verulega. Í kjölfarið sagði hún sig úr ríkisstjórn landsins þó að hún sitji enn í embætti varaforseta.

Ljóst er að eitthvað mun undan láta því áður hefur Duterte látið hafa eftir sér að Marcos yngri væri vanhæfur og hún hefði íhugað að skera af honum höfuðið.

Marcos yngri var kjörinn forseti til ársins 2028 en í maí næsta ári fara fram þingkosningar. Búist er við að allt muni leika á reiðiskjálfi í landinu fram að þeim og ekki ólíklegt að upp úr sjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu