fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 13:08

Lukka Pálsdóttir er ekki sátt við Ölmu Möller, landlækni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðullinn og heilsufrömuðurinn Lukka Pálsdóttir grípur til varna gegn árásum læknasamfélagsins á fyrirtæki sitt, Greenfit, í aðsendri grein á Vísi sem birtist fyrr í dag.

Lukka, sem er menntaður sjúkraþjálfari, hefur brunnið fyrir það að hjálpa öðrum að bæta heilsu sína. Liður í þeirri vegferð var stofnun Greenfit sem síðar eignaðist dótturfélagið eHealth sem er með rekstrarleyfi frá embætti landlæknis sem fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Greenfit er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum en viðskiptavinir sem þangað leita geta farið í svokallaða ástandsskoðun, þar sem allsherjar mat er lagt á heilsu fólks, blóðmælingar framkvæmdar og hin ýmsu próf þreytt.

Í greininni lýsir Lukka því hvernig hún og hennar samstarfsfólk hefur upplifað mikinn mótbyr frá læknasamfélaginu. Gagnrýnin hefur meðal annars snúist um það að heilbrigðiskerfið anni ekki gríðarlegu auknu magni af niðurstöðum rannsókna sem engin þarf var á að framkvæma.

„Greenfit og eHealth hafa mætt miklu mótlæti, jafnvel árásum frá embætti landlæknis og Læknafélagi Íslands. Að ósekju. Formaður Læknafélags Íslands [Steinunn Þórðardóttir] kom fram opinberlega og sagðist líta blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum. Hún kynnti sér ekki starfsemi Greenfit áður en hún fór fram í fjölmiðlum og varaði við starfseminni og skaðaði orðspor fyrirtækisins varanlega. Á þeim tímapunkti sem hún gekk fram í fjölmiðlum með gagnrýni sína á starfsemi Greenfit var starfandi læknir hjá félaginu sem greiddi í Læknafélag Íslands og því hæg heimatökin fyrir formanninn að hafa samband og kanna málin áður en hún kaus að sverta orðspor félagsins,“ skrifar Lukka í áðurnefnda grein og segir ummæli formannsins ærumeiðandi og alvarleg enda hafi þau ekki verið byggð á staðreyndum að hennar sögn.

Afar ósátt við aðkomu Ölmu og embættis hennar

Lukka er þó enn ómyrkari í máli varðandi aðkomu Ölmu Möller, landlæknis, sem varaði við starfsemi Greenfit í Kastljósi RÚV.

„Hún hafði þá hvorki kynnt sér starfsemi fyrirtækisins né sóst á nokkurn hátt eftir upplýsingum frá ábyrgðaraðilum Greenfit um þær mælingar sem hún tjáði sig um í Kastljósi og varaði almenning við.

Greenfit hefur ráðið fjóra lækna til starfa til að sinna forvarnarþjónustu, heilsueflingu og því verkefni að auka heilsulæsi og valdefla einstaklinga til bættra lifnaðarhátta og aukins heilbrigðis. Í öllum tilvikum hefur embætti landlæknis sent þessum læknum lögrfæðibréf þannig að þeir hafa allir hrakist úr starfi hjá Greenfit.

Tveir af þeim læknum sem Greenfit hafði ráðið til starfa við að skoða blóðmælingar í forvarnarskyni, meta og ráðleggja um lífsstíl en ráðningunni verið hafnað af embætti landlæknisreka nú fyrirtæki í beinni samkeppni við Greenfit,.

Embætti landlæknis hafnaði því fyrirtækinu Greenfit,sem hafði markaðslegt forskot á forvarnarmarkaði, um að ráða læknana til starfa en veitti SÖMU læknum leyfi til að starfa í sama tilgangi í beinni samkeppni við Greenfit,“ skrifar Lukka.

Segir hún að nú sé ár liðið frá því  að dótturfélag Greenfit, eHealth sendi inn tilkynningu um breytingu á rekstri með ráðningu læknis. Landlæknir  hafi hins vegar synjað eHealth um að fá að ráða lækninn til starfa. Heilbrigðisráðherra hafi síðan rekið ákvörðun landlæknis heim í hús og hafi gert embættinu að endurskoða afstöðu sína þar sem ekki var farið að lögum í synjuninni.

„Allt kemur fyrir ekki og enn situr málið fast hjá embætti landlæknis.

Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarsemi líkt og þeirri sem Greenfit stundar. Ég verð þó að halda í þá trú mína að hún, rétt eins og ég, telji sig vera að gera gagn,“  skrifar Lukka ennfremur.

Byrgja þarf brunninn

Hún bendir á að aðgerða sé þörf því að yfir  80% af fjárframlögum Íslendinga til heilbrigðiskerfis landsmanna, sem er stærsti útgjaldaliður ríkisins ár hvert, fer í að meðhöndla langvinna lífsstílstengda sjúkdóma.

„Það liggur því í augum uppi að lausnin á heilbrigðisvanda þjóðarinnar er að fækka veikindum. Byrgja brunninn. Efla forvarnir. En ekki að auka fjárútlát í lyf og aðgerðir sem hægt er að koma í veg fyrir með því að opna augun fyrir þeim augljósu staðreyndum sem stara á okkur. Lífsstíllinn okkar er að drepa okkur og setja þjóðina á hausinn! Í dag læknaði ég mann af sykursýki II. En það er í augum landlæknis bannað. Af því að ég er bara sjúkraþjálfari og má ekki lækna,“ skrifar Lukka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“