fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 12:00

Mynd frá Ölfusárbrú en fullyrt hefur verið að fæstir oddvitar flokkanna í Suðurkjördæmi búi í kjördæminu. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Íslandi hefur löngum mörgum þótt skipta máli að þingmenn einstakra kjördæma, sérstaklega á landsbyggðinni séu búsettir í kjördæminu eða komi a.m.k. frá stað sem tilheyri viðkomandi kjördæmi. Í vikunni birti Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, sem skipar 4. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi, fyrir komandi alþingiskosningar, myndband á Facebook-síðu sinni þar sem því er haldið fram að eini oddvitinn í kjördæminu sem búi í því sé Guðrún Hafsteinsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna. DV hefur í tilefni af þessu myndbandi tekið saman hversu mikið sé um það að oddvitar flokkanna í hverju kjördæmi búi ekki í því og þá er miðað við skráða búsetu á framboðslistum í auglýsingu Landskjörstjórnar en ekki er tekið tillit til hvort viðkomandi oddviti sé uppruninn úr sínu kjördæmi eða eigi þar annað heimili en það sem skráð er í auglýsingunni.

Reykjavík:

Höfuðborgin verður að teljast sérstakt tilfelli þegar kemur að búsetu þingmanna þar sem um er að ræða sama þéttbýliskjarnann, sem skipt er í tvö kjördæmi og því í raun óhjákvæmilegt að oddvitar flokkanna búi sitt á hvað á milli kjördæma en formsins vegna er ráð að skoða búsetu oddvitanna eins og í öðrum kjördæmum.

Þegar kemur að Reykjavík suður býr oddviti Sjálfstæðisflokksins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður. Það sama á við um Sönnu Magdalenu Mörtudóttur oddvita Sósíalistaflokksins og Björn Leví Gunnarsson oddvita Pírata. Oddvitar annarra flokka búa í kjördæminu.

Hvað varðar Reykjavíkurkjördæmi norður þá býr Ásmundur Einar Daðason oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, sem tilheyrir Suðvesturkjördæmi. Það sama á við um Jóhannes Loftsson oddvita Ábyrgrar framtíðar. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti Flokks fólksins býr í Reykjavík suður. Það sama á við um Lenyu Rún Taha Karim oddvita Pírata og Finn Ricart Andrason oddvita Vinstri grænna. Oddvitar annarra flokka búa í kjördæminu.

Suðvestur

Þegar kemur að Suðvesturkjördæmi þá er oddviti Sósíalistaflokksins Davíð Þór Jónsson sá eini sem ekki býr þar en hann er búsettur í Reykjavík.

Norðvestur

Í Norðvesturkjördæmi er aðeins einn oddviti skráður til heimilis utan kjördæmisins, í auglýsingu Landskjörstjórnar, en það er Guðmundur Hrafn Arngrímsson oddviti Sósíalistaflokksins sem býr í Reykjavík.

Norðaustur

Í Norðausturkjördæmi býr Sigurjón Þórðarson oddviti Flokks fólksins á Sauðárkróki sem tilheyrir Norðvesturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Miðflokksins býr í Garðabæ sem tilheyrir eins og flestir eflaust vita Suðvesturkjördæmi. Theodór Ingi Ólafsson oddviti Pírata býr í Reykjavík en aðrir oddvitar búa í kjördæminu.

Suður

Í Suðurkjördæmi eru eins og í Norðausturkjördæmi þrír oddvitar af tíu skráðir til heimilis utan kjördæmisins í auglýsingu Landskjörstjórnar.

Halla Hrund Logadóttir oddviti Framsóknarflokksins býr í Reykjavík. Ásthildur Lóa Þórsdóttir oddviti Flokks fólksins býr í Garðabæ og Víðir Reynisson oddviti Samfylkingarinnar er sömuleiðis til heimilis í Suðvesturkjördæmi, nánar tiltekið í Kópavogi.

Það eru því nokkrar ýkjur að halda því fram að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sé eini oddvitinn sem býr í kjördæminu eins og gert var í áðurnefndu myndbandi Gísla Stefánssonar bæjarfulltrúa flokksins í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“