fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 17:30

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, er varðar merkingar á tóbaksvörum. Samkvæmt reglugerðinni mega tóbaksvörur aðeins vera seldar í einsleitum umbúðum með „kúkabrúnum“ lit.

„FA telur reglugerðina ekki hafa lagastoð og hún sé svo veigamikið inngrip í stjórnarskrárvernduð eignar- og atvinnuréttindi að ótækt sé að ráðherra ákveði slíkt upp á sitt einsdæmi,“ segir í tilkynningu FA um málið. Bent er á að Willum hafi verið orðinn ráðherra í starfsstjórn þegar reglugerðin var sett.

Matt pantone 448 c

DV fjallaði fyrst um málið 12. nóvember, það er að FA hefði gagnrýnt harðlega hina nýju reglugerð. Bæði í tilkynningu á vef félagsins og í umsögn til stjórnvalda.

Samkvæmt reglugerðinni, sem tekur gildi árið 2027, mega tóbaksvörur aðeins vera umbúðum í ákveðnum lit, sem heitir á fræðimáli matt pantone 448 c en flestir Íslendingar myndu kalla kúkabrúnan. Hefur honum verið lýst sem ljótasta lit í heimi.

Þá má ekki merkja tóbaksvörur með táknum eða myndum sem hafa skírskotun til framleiðanda, heitis eða tegundar.

FA benti á að vörumerki væru eign og nytu þar af leiðandi eignarréttinda. Ákvæðið væri inngrip inn í atvinnufrelsi og gengi lengra en Evrópureglur segðu til um. Sem sagt að þetta væri svokölluð gullhúðun.

Ákvæðin hafi ekki lagastoð

Í tilkynningu í gær um málið segir FA að í tóbaksvarnarlögum sé að finna tæmandi upptalningu á því hvaða merkingar sé óheimilt að hafa á tóbaksumbúðum. Vörumerki séu ekki þar á meðal. Reglugerðina skorti því lagastoð.

Sjá einnig:

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

„Ráðherra, sem meira að segja situr í starfsstjórn er reglugerðin er undirrituð, getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið að setja reglugerð sem hefur ekki stoð í lögum,“ segir í kvörtun FA. Þetta atriði hafi Umboðsmaður Alþingis staðfest í álitum sínum.

Vísað er til álits frá árinu 1996, sem fjallaði um afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins á máli er snerti álagningu og innheimtu sjóðagjalda á kartöfluuppskeru.

Þar sagði „að nauðsynlegt sé að skýrt sé frá því gengið í lögum, hvaða kvaðir verði lagðar á borgana.“

Vilja að Alþingi fjalli um málið

Bendir FA á að reglugerðin sé veigamikið inngrip í eignarréttindi og atvinnufrelsi fyrirtækja. Því sé rétt að Alþingi fjalli um málið, en ekki ráðherra með reglugerð.

Þegar eru í gildi ákvæði sem banni af hafa tóbak sýnilegt á sölustöðum. Vandséð sé því að sjá hvaða markmiðum ákvæði um einsleitar umbúðir eigi að ná.

„Enginn rökstuðningur hafi komið fram af hálfu heilbrigðisráðuneytisins hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningu FA.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur