fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Ása sögð ætla að selja húsið þar sem Rex lagði á ráðin um hin djöfullegu myrkraverk

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. nóvember 2024 11:30

Ása Ellerup og börn hennar á blaðamannafundi fyrir framan húsið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins alræmda Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa myrt sex konur yfir þrjátíu ára tímabil, er sögð ætla að setja hús fjölskyldunnar á Long Island í New York-ríki á sölu. New York Post greinir frá þessu og segir að ásett verð sé um 100 milljónir króna. Í frétt miðilsins er sagt að fyrir utan peningana þurfi væntanlegur kaupandi að sætta sig við þá tilhugsun að Rex hafi lagt á ráðin í húsinu um djöfulleg myrkraverk sín og að húsinu hafi verið umturnað í leit að sönnunargögnum gegn hinum meinta raðmorðingja.

Rex Heuermann er grunaður um hræðileg myrkraverk

Ása er sögð vera orðin langþreytt af því að forvitnir ferðamenn, sem áhuga hafa á sönnum sakamálum, séu að sniglast í kringum húsið og vilji því yfirgefa það hið fyrsta.

Það er þó talið að húsið verði þungt í sölu enda margir sem geta ekki hugsað sér að búa á stað með slíka sögu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns

Segja að herforingjar neiti að framfylgja fyrirmælum Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar

Þetta eru fjórir ráðherrar Viðreisnar