fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Uppáhaldsbúð Íslendinga á Spáni tapaði máli fyrir starfsmanni – Mátti borða böku sem átti að henda

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 20:30

Íslendingar þekkja flestir Mercadona vel. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska matvöruverslunin Mercadona tapaði máli gegn fyrrverandi starfsmanni á tveimur dómstigum. Starfsmaðurinn hafði lagt sér til munns fyllta böku sem átti að henda og var rekinn fyrir.

AP fréttastofan greinir frá þessu.

Stórmarkaðurinn Mercadona er flestum Íslendingum að góðu kunnur, enda sá stærsti og yfirleitt ódýrasti á Spáni. Á öllum ferðamannastöðum, svo sem Tenerife, Gran Canaría, Alicante, Benidorm og víðar þarf ekki að leita langt til að finna Mercadona verslun og hina vinsælu grænu poka verslunarinnar.

En Mercadona á sér skuggahliðar, það er að framkoma við starfsfólk er ekki alltaf upp á tíu. Því mátti starfsmaður í Barcelona kynnast þegar hann var rekinn fyrir að borða fyllta böku sem átti að henda. Böku sem kallast croquette, og er vinsæl á Spáni og víðar við Miðjarðarhafið. Yfirleitt fyllt með skinku, kjúklingi eða þorski. Ekki kemur fram hver fyllingin var í þessu tilfelli.

Stefna Mercadona er sú að starfsmenn megi ekki borða eða drekka neinar vörur sem finnast í búðinni án þess að greiða fyrir þær fyrst.

Starfsmaðurinn kærði verslunina og vann bæði á neðra dómstigi og í hæstarétti. Töldu dómarar að það væri viðtekin venja hjá starfsfólki matvöruverslana að borða mat eftir lokun sem væri hvort eð er á leiðinni í ruslið.

Lægri dómstóll skipaði Mercadona að endurráða starfsmanninn og greiða honum 39.700 evrur í bætur vegna tapaðra launa. En það eru nærri 6 milljónir króna. Hæstiréttur staðfesti dóminn en bætti við 600 evrum, eða tæplega 90 þúsund krónum í lögfræðikostnað. Mercadona svaraði ekki spurningum AP um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“