fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 09:00

Athöfn á námskeiði ISTA. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök sem kallast ISTA hyggjast halda hér á landi námskeið í kynferðislegum shamanisma. Samtökin hafa verið sökuð um að vera sértrúarsöfnuður og skjólstæðingar sakað leiðbeinendurna um kynferðislega misnotkun. Fólk hafi verið ýtt út í kynlífsathafnir sem það hafði ekki hugsað sér fyrir fram. Einnig að fram hafi farið dýrafórnir og át á námskeiðum.

„Svæði kynlífs og tilfinninga“

ISTA, eða International School for Temple Arts, eru samtök sem stofnuð voru í Bandaríkjunum árið 2007. Starfsemin byggist á shamanisma og tantrafræðum og kynlíf spilar lykilrullu.

Eins og sjá má á heimasíðu ISTA eru fjölmörg námskeið skipulögð víða um heim. Svo sem í Indlandi, Grikklandi, Bandaríkjunum, Níkaragúa, Austurríki, Kýpur, Ástralíu, Mexíkó og Íslandi. Líkt og námskeiðið hér eru flest svokölluð fyrsta stigs námskeið en færri annars stigs, það er fyrir þá sem hafa lokið fyrsta stigi.

Ekki er greint frá því hvar á landinu námskeiðið er haldið heldur verður þátttakendum tilkynnt það eftir skráningu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ISTA hefur auglýst námskeið á Íslandi. Fullt verð er 2250 evrur, eða 330 þúsund krónur. Sagt er að allt fullorðið fólk sé velkomið.

„Það svæði andlegrar könnunar sem er mest hunsað, afneitað, misskilið eða sniðgengið er svæði kynlífs og tilfinninga,“ segir í auglýsingunni. „Þjálfun ISTA er lífsbreytandi námskeið sem stuðla að djúpri lækningu kjarnasára okkar og tengingu við uppsprettu kynhneigðar okkar og frumeðlisins.“

Handtökur í Phoenix

Við fyrstu sýn mætti ætla að um saklausa nýaldarstarfsemi sé að ræða. En ekki þarf að leita lengi til að sjá að ISTA á sér skuggalega fortíð. ISTA var upphaflega aðeins staðsett í borginni Phoenix í Arizona fylki í musteri sem kallaðist Phoenix Goddess Temple í Sedona. Þessu musteri var hins vegar lokað árið 2011 eftir stóra lögregluaðgerð þar sem margir voru handteknir. Í yfirlýsingum lögreglunnar kom fram að um stóran vændishring væri að ræða dulbúinn sem trúfélag.

Eftir það þróaðist ISTA í að verða alþjóðleg samtök með musteri á nokkrum stöðum og námskeiða hald víða um heim.

Ítrekað hafa komið fram ásakanir um misnotkun og þrýsting af hálfu leiðbeinanda og að undarlegar og jafn vel truflandi hlutir hafi verið iðkaðir á námskeiðunum.

Lýsti hópsjálfsfróun

Um þetta var meðal annars fjallað í frétt RNZ, nýsjálenska ríkisútvarpsins, frá árinu 2022. Þar var lýst reynslu konu að nafni Anna, sem hafði farið til Ísrael á fyrsta stigs námskeið hjá ISTA. Á námskeiðinu var fólki sagt að fara úr spjörunum og losa sig við allan ótta og kvíða.

„Það hljómar frelsandi að klæða sig úr, en þegar ég lít til baka sé ég að þetta var gert til þess að afvopna þig dómgreindinni, afvopna þig af getunni til þess að sjá hvað er rétt og rangt,“ sagði Anna.

Lýsti hún ýmsum „seremóníum“ sem haldnar voru á námskeiðinu. Svo sem „sjálfs ást“ sem fól í sér hópsjálfsfróun, „hinn helgi staður“ sem fól í sér að pör voru dregin saman að handahófi til að nudda sköp eða endaþarm og „yoni áhorf“ sem fól í sér að konur sýndu hópnum nakin sköp sín.

Hafi sleikt sköpin án þess að spyrja

Greint er frá því að aðalleiðbeinandinn, Ohad Pele Ezrahi, hafi haft augun á Önnu frá upphafi námskeiðsins. Eiginkona hans til 30 ára, Dawn Cherie Ezrahi, hafi einnig verið þarna en hún stjórnar einmitt námskeiðinu sem skipulagt er á Íslandi í febrúar.

Anna segir að Ohad hafi spurt hana hvar mörk hennar lægju og hún sagði ekki samfarir. Þá hafi hann án nokkurrar viðvörunar dregin niður nærbuxur hennar og byrjað að sleikja á henni sköpin.

„Á þessum tímapunkti fannst mér þetta ógeðslegt en þá sagði hann: Ég veit hvað líkami þinn vill, ég veit hvar mörk þín liggja. Og því hugsaði ég: Kannski er þetta það sem líkami minn vill. Þannig að ég gaf eftir,“ sagði Anna. Hún fór á fleiri námskeið, í musteri í Nýja Sjálandi og víðar, og sagðist hafa „aftengst“. Á námskeiðunum hafi hún stundað mök við leiðtoga, leiðbeinendur, aðra þátttakendur í seremóníum og kynsvalli. „Þeir þurfa ekki einu sinni að gaslýsa þig þú gaslýsir þig sjálfa,“ sagði hún.

Dró sig í hlé

Ásakanir á hendur Ohad Pele Ezrahi, og fleiri leiðbeinendum ISTA, komu einnig fram í ísraelska dagblaðinu Haaretz. Það er um kynferðislega misnotkun og þvingun.

Sagði konan Ohad hafa girt niðrum hana og sleikt á henni sköpin án þess að biðja um leyfi. Skjáskot/Youtube

Ohad hefur sagt að um sé að ræða „hlutverkaleiki“ og að það hafi ekki verið ætlun hans að meiða eða móðga nokkurn. Engu að síður hefur hann dregið sig tímabundið út úr starfi ISTA til að „líta inn á við.“

Sakaður um þrjár nauðganir

Annar leiðbeinandi sem hefur verið sakaður um kynferðislega misnotkun er maður að nafni Andrew Barnes. Um mál hans var fjallað í nýaldartímaritinu The Guru árið 2018. Það er að nokkrar konur hefðu sakað hann um nauðgun og misnotkun.

Ein þeirra, Larissa Gray, sagðist hafa kynnst Barnes á ISTA ráðstefnu árið 2010 og hann boðið henni ókeypis tíma. Hún sagðist hafa opnað sig um áföll og berskjaldað sig fyrir honum í meðferðatíma en þá hafi hann brotið á henni.

„Ég sagði honum frá öllum mínum ótta við karlmenn. Ég hafði ekki stundað kynlíf í nokkur ár á meðan ég var að jafna mig. Hann byrjaði að vinna með orkuna í mér en það næsta sem ég vissi var að hann var að hafa samfarir við mig. Hann bað aldrei um leyfi. Við töluðum ekki saman. Hann bara gerði þetta. Ég fraus. Þetta stóð yfir í fimm mínútur og hann notaði ekki smokk,“ sagði Larissa. „Svo hljóp hann út úr herberginu til þess að halda ræðu um kynferðislegmörk nemanda og kennara á ISTA ráðstefnunni.“

Þrjár aðrar konur hafa sakað Barnes um nauðgun og ein um kynferðislega þvingun samkvæmt greininni.

Einnig kemur fram að Barnes hafi sagt sig frá ISTA. En ekki vegna þessara ásakana heldur vegna dýraverndunarsjónarmiða. En ISTA hafa verið sökuð um að stunda dýrafórnir og át á námskeiðum sínum.

Kanína og gulrót

Í umræðum um ISTA á samfélagsmiðlinum Reddit segir einn notandi að slæm meðferð á dýrum hafi farið fram á annars stigs námskeiði. En hann segist hafa fyrst klárað tvö fyrsta stigs námskeið.

„Á annars stigs námskeiðinu mínu fórnuðum við kanínu og átum hana,“ segir notandinn. „Ég hef heyrt af öðrum annars stigs námskeiðum þar sem mismunandi dýrum hafi verið fórnað. Við tókum einnig þátt í athöfn þar sem allir fengu gulrót upp í endaþarminn í shamanísku ferðalagi til að leita að „drekanum“ okkar eða skugga. Við samþykktum öll að taka þátt,“ segir hann en efast um að samþykkið hafi verið raunverulegt í ljósi aðstæðna, það er eftir margra daga tilfinningalegt álag.

Í frétt RNZ er einnig fjallað um ungan mann sem lýsir sams konar álagi á fyrsta stigs námskeiði. Lýsti hann því svo að athafnirnar yrðu sífellt ákafari.

„Þú færð ekki að sofa mikið,“ sagði hann. „Í þessu andrúmslofti verður fólk mjög ringlað, mjög hlýðið og auðvelt er að stjórna því.“

Tímabundið bann við kynlífi við nemendur

Þrír leiðbeinendur eru skráðir á námskeiðið sem haldið er á Íslandi í febrúar, allir erlendir.  Á heimasíðu ISTA er svarað ýmsum spurningum sem vaknað hafa. Meðal annars varðandi ásakanir um misnotkun og dýrafórnir.

Auglýsing námskeiðsins á Íslandi.

Forsvarsmenn ISTA hafna að samtökin séu sértrúarsöfnuður. Það sé enginn einn leiðtogi og enginn sé í raun meðlimur í samtökunum.

Sagt er að greinar sem hafa verið ritaðar, meðal annars í Nýja Sjálandi og Ísrael, séu hlutdrægar, misvísandi eða beinlínis falskar og sýni ekki fram á hvernig starf samtakanna sé. Nokkrir fyrrverandi þátttakendur reyni sífellt að ljúga upp á samtökin og trufla starfsemina.

Einnig að á undanförnum tveimur árum hafi farið fram mikil naflaskoðun um stjórn, reglur og kynferðisleg mörk. Tímabundið hafa verið settar reglur um að allar kynlífsathafnir á milli leiðbeinanda og nemenda séu bannaðar.

Dýrin aflífuð á mannúðlegan hátt

Hvað varðar dýrafórnirnar þá hafna ISTA því að stunda þær. En í sumum annars stigs námskeiðum sé athygli beint að því hvernig mannfólk borðar iðnaðarframleitt kjöt á stórum skala án þess að hugsa um það.

Þess vegna hafi nemendum verið boðið að taka þátt í öflugri athöfn þar sem þeim er boðið að borða dýrakjöt, yfirleitt hjarta úr nautgrip eða kind.

„Stundum er hópnum boðið að verða vitni að því þegar dýr er aflífað á mannúðlegan hátt af þeim sem hyggjast borða það í kvöldmatinn,“ segir á vefsíðunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands