fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. nóvember 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er afar pennafær en fréttir hans vekja jafnan eftirtekt fyrir notkun ýmissa eldri orða sem eru ekkert endilega algeng í fjölmiðlum nú til dags.

Lesenda Morgunblaðsins þótti greinilega nóg um en sá sendi athugasemd til ritstjórnar blaðsins og taldi líkur á að gervigreindarforrit væri að dæla textanum út en ekki blaðamaðurinn sjálfur í grein sem fjallaði um fyrrum forstjóra Volvo sem féll frá á dögunum.

„Mig langaði að vita hvort frettir sem eru birtar af Atla Steini Guðmundssyni séu skrifaðar með tækni gervigreindar, en þær innihalda jafnan mjög furðulegt orðalag sem fæstum dytti í hug að nota,“ skrifaði hinn áhyggjufulli lesandi og vísaði í áðurnefnda frétt.

„Hver er stefna ykkar í slíkum málum, þ.e. að gervigreind skrifi fréttir fyrir fréttamenn ykkar? Þarf ekki að tilgreina slíkt?“ spyr hinn áhyggjufulli lesandi.

Atli Steinn, sem búsettur er í Noregi og hefur skrifað þaðan um árabil, hefur greinilega afar gaman að þessum ásökunum og greindi frá þeim í færslu á Facebook-síðu sinni.

Atli Steinn Guðmundsson

„Ýmislegt er manni brigslað um í blaðamennskunni og ekki allt gáfulegt, enda kannski ekki við að búast þegar maður tilheyrir þrettándu hötuðustu stétt landsins samkvæmt nýlegri könnun (væri raunar alveg til í að vera ofar á þeim vafasama lista). Það nýjasta er að ég skrifa að mati þessa ritara með hjálp gervigreindar, „furðulegt orðalag sem fæstum dytti í hug að nota“,“ skrifar Atli Steinn og bætir við:

„Ætli viðkomandi hafi kannað sérstaklega hvaða orðalag fæstum eða flestum dytti í hug að nota? Lífið er skemmtilegt. P.s. Viðkomandi hlíft við nafnbirtingu, annað væri ekki gustuk eins og amma sáluga sagði gjarnan. Líklega annað dæmi um orðalag sem fæstum dytti í hug að nota. Þar höfum við það, ég er tölvuforrit. „The Matrix has you.“,“ skrifar Atli Steinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð