fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 15:30

Halla Hrund segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið í vegi fyrir tilraunum hennar til að tryggja orkuöryggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir að það hafi verið andstaða Sjálfstæðisflokksins við tilraunum hennar sem orkumálastjóra að tryggja orkuöryggi heimilanna sem varð til þess að hún ákvað að fara í framboð. Hún hafi lengi haft áhyggjur af orkuöryggi Suðurnesja.

Þessu greinir Halla Hrund frá í færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún vísar til gagnrýni sumra á greinaskrif hennar frá 21. nóvember. En í greininni fjallaði hún að það væri sameiginlegt verkefni okkar allra að öryggja öryggi samfélagsins, að fólk geti treyst á heitt og kalt vatn og rafmagn. Hún hafi haft áhyggjur af og unnið að því að styrkja innviði á Suðurnesjum, meðal annars með neyðarhiturum, verndun Njarðvíkuræðarinnar og nýjum borholum.

Varaði við hættunni

Fékk hún einhverja gagnrýni í athugasemdum, meðal annars um að hún hefði átt að segja eitthvað um málið áður en hún bauð sig fram til Alþingis. Við þessari gagnrýni brást Halla Hrund degi seinna og beindi skrifum sínum að þeim sem efast um heilindi hennar eftir greinaskrifin.

„Grein frá Heimildinni 9. febrúar 2024 sýnir það þegar ég ítrekað varaði við mögulegu hita- og orkuöryggisleysi á Suðurnesjum og lagði fram tillögur um viðbrögð, í marga mánuði,“ segir Halla Hrund.

Hafi hún undirritað minnisblöð ásamt fulltrúum HS Orku, HS Veitum og Almannavörnum til ríkisstjórnarinnar þar sem lögð var áhersla á undirbúning neyðarviðbragða við jarðhræringum og mögulegum eldsumbrotum á Reykjanesi, nauðsyn neyðarhitaveitu og olíukyndistöðva til að tryggja húshitun yrði Svartsengi óstarfhæft og uppsetningu varalagna og notkun annarra hitagjafa sem hafi hafist undir sinni leiðsögn.

„Þar lýsi ég þeirri sviðsmynd, þar sem hraun eyðilagði hitaveitulagnir frá Svartsengi, sem einni af þeim verstu sem hefði mátt búast við. Ég benti einnig á að stjórnvöld hefðu brugðist of hægt við ábendingum um að útvega neyðarhitara og rafbúnað til heimila,“ segir Halla Hrund.

Sjálfstæðisflokkurinn stóð í vegi

Hún segir að sú gagnrýni að hún hafi ekki tekið málið alvarlega ósanngjarna og eiga við engin rök að styðjast. Hún hafi skilað inn tillögum til stjórnvalda og hvatt til aðgerða löngu áður en hættan hafi raungerst.

„Andstaða Sjálfstæðisflokksins við tilraunum mínum sem orkumálastjóra til að tryggja orkuöryggi heimilanna í landinu, þ.á.m. við neyðarástæður eins og þessar, eru bókstaflega ástæðan fyrir því að ég fór í framboð í vor og aftur núna,“ segir Halla Hrund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Í gær

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný