fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 11:30

Þórhallur Gunnarsson fékk var frá Íslandsbanka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður sendi Íslandsbanka bréf í vikunni eftir að bankinn tilkynnti um hækkanir á bæði föstum og breytilegum verðtryggðum vöxtum húsnæðislána. Þetta gerðist sama dag og Seðlabankinn tilkynnti um 0,5% lækkun stýrivaxta og vakti undrun margra.

Þórhallur sagði frá því á Facebook í gær að hann hefði sent Íslandsbanka bréf og óskað eftir rökstuðningi fyrir þessari hækkun.

Sagðist hann í bréfi sínu hafa verið í viðskiptum við Íslandsbanka frá stofnun hans og það sem hefði laðað hann að bankanum á sínum tíma hafi verið einstakt viðmót þjónustufulltrúa sem leiðbeindu honum í gegnum frumskóg ólíkra þjónustuleiða.

„Í mínum huga hafði Íslandsbanki alltaf ímynd “góða bankans”… en sú mynd hefur aðeins fölnað. Ég varð svolítið hissa þegar ég sá að þið hafið hækkað verðtryggða húsnæðivexti í kjölfar þess að stýrivextir lækkuðu. Þetta hljómar mjög mótsagnakennt og ég skil ekki þessa ákvörðun enda gerðu flestir sér vonir að lækkun stýrivaxta hefðu jákvæð áhrif, ekki síst þau sem eru með verðtryggð lán. Þegar virðist birta til, svona rétt fyrir jólin, verðbólga fer lækkandi, verðbólguvæntingar lækka, stýrivextir lækka og nánast enginn hagvöxtur þá bregðist þið við með því að herða tökin á fólki og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Getið þið útskýrt fyrir mér sanngirnina í þessu og gert það á einfaldan og heiðarlegan hátt?“

Það er skemmst frá því að segja að Íslandsbanki svaraði Þórhalli og birtir hann svarið í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Þar segir að skiljanlegt sé að fólk spyrji af hverju vextir hækka þegar aðrir lækka.

„Sú ákvörðun bankans að hækka verðtryggðu húsnæðislánavextina er samspil margra þátta, en til einföldunar má segja að fjármögnun á verðtryggðum lánum hefur hækkað þar sem verðbólga hefur lækkað hraðar en stýrivextir og við þannig aðstæður hækka raunvextir,“ segir í svarinu og því bætt við að bankinn fjármagni því verðtryggð lán með dýrari hætti.

„Stýrivextir eru nú 8,5% og spár gera ráð fyrir 2-3% árlegri verðbólgu næstu mánuði. Með því að draga vænta verðbólgu frá stýrivöxtum fæst að raunstýrivextir eru 5,5-6,5%. Það þýðir í raun það að bankinn er að fjármagna sig á 5,5-6,5% vöxtum til næstu mánaða, en hækkaði húsnæðislánavexti í 5,0%. Þrátt fyrir hækkunina í gær verður því neikvæður 0,5-1,5% vaxtamunur af þessum lánum næstu mánuði miðað við spár um verðbólgu. Það er von okkar að þetta útskýri þá vaxtabreytingu sem um ræðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“