fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum frá og með 10. desember ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.

Atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst í gær og lauk í dag. Niðurstaðan er að kennarar í öllum tíu leikskólunum hafa samþykkt verkfallið með nánast öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var á bilinu 94-100%.

Um ótímabundin verkföll er að ræða en þau ná til eftirfarandi leikskóla:

  • Hulduheimar á Akureyri
  • Höfðaberg í Mosfellsbæ
  • Lundaból í Garðabæ
  • Lyngheimar í Reykjavík
  • Lyngholt í Reyðarfirði
  • Óskland í Hveragerði
  • Rauðhóll í Reykjavík
  • Stakkarborg í Reykjavík
  • Teigasel á Akranesi
  • Leikskóli Snæfellsbæjar.

Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa á þessari stundu samþykkt aðgerðir í 27 skólum, sum eru hafin, þremur lýkur í dag, önnur hefjast á mánudag og enn önnur eru boðuð í desember og janúar næstkomandi.

Næstu verkföll í grunnskólum hefjast á mánudaginn. Þá fer félagsfólk KÍ í eftirfarandi skólum í verkfall til 20. desember:

  • Garðaskóli í Garðabæ
  • Árbæjarskóli í Reykjavík
  • Heiðarskóli í Reykjanesbæ

Að auki hafa verið boðuð verkföll í fjórum grunnskólum frá og með 6. janúar til 31. janúar:

  • Egilsstaðaskóli á Egilsstöðum
  • Grundaskóli á Akranesi
  • Engjaskóli í Reykjavík
  • Lindaskóli í Kópavogi.

KÍ segist þó reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum ef sveitarfélögin sem um ræðir eru tilbúin að skuldbunda sig til að greiða laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Fordæmi séu fyrir slíku. Ef af þessu yrði gætu leikskólarnir fjórir opnað fyrir börn á miðvikudag í næstu viku.

Um er að ræða leikskóla sem hafa verið ótímabundnu verkfalli undanfarnar vikur:

  • Leikskóli Seltjarnarness
  • Drafnarsteinn í Reykjavík
  • Holt í Reykjanesbæ
  • Ársalir á Sauðárkróki

Nánar má lesa um verkföllin hjá KÍ. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“