Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum frá og með 10. desember ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.
Atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst í gær og lauk í dag. Niðurstaðan er að kennarar í öllum tíu leikskólunum hafa samþykkt verkfallið með nánast öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var á bilinu 94-100%.
Um ótímabundin verkföll er að ræða en þau ná til eftirfarandi leikskóla:
Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa á þessari stundu samþykkt aðgerðir í 27 skólum, sum eru hafin, þremur lýkur í dag, önnur hefjast á mánudag og enn önnur eru boðuð í desember og janúar næstkomandi.
Næstu verkföll í grunnskólum hefjast á mánudaginn. Þá fer félagsfólk KÍ í eftirfarandi skólum í verkfall til 20. desember:
Að auki hafa verið boðuð verkföll í fjórum grunnskólum frá og með 6. janúar til 31. janúar:
KÍ segist þó reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum ef sveitarfélögin sem um ræðir eru tilbúin að skuldbunda sig til að greiða laun þeirra starfsmanna sem voru í verkfalli. Fordæmi séu fyrir slíku. Ef af þessu yrði gætu leikskólarnir fjórir opnað fyrir börn á miðvikudag í næstu viku.
Um er að ræða leikskóla sem hafa verið ótímabundnu verkfalli undanfarnar vikur: