fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 14:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vísar á bug fréttum um að honum hafi verið vísað úr húsakynnum Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í gær eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Vísir hafði í gær eftir Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara VMA, að aðstoðraskólameistari VMA hefði vísað Sigmundi Davíð og öðrum Miðflokksmönnum á brott úr húsnæði skólans.

Um morguninn höfðu Miðflokksmenn ásamt fleirum tekið þátt í pallborðsumræðum í skólanum en þeir eru síðan sakaðir um að hafa mætt í leyfisleysi í skólann aftur undir lok skóladags og viljað ræða nánar um tollamál. Hafi þeir kvartað undan framgöngu nemenda á morgunfundinum og sakað þá um dónaskap og ómálefnalegheit.

Sigmundur Davíð hefur svarað fyrir málið áður en birti upp úr kl. 13 í dag nýja færslu um málið þar sem hann segir ummæli skólameistara vera bull frá einstaklingi sem ekki hafi verið á staðnum. Sakar hann skólameistara um ósannindi og telur framgöngu Sigríður Huld vera af pólitískum rótum. Pistill Sigmundar Davíðs er eftirfarandi:

„Ég sé að hinar stórundarlegu bullfréttir byggðar á samtölum við Samfylkingarskólastjórann í VMA halda áfram.

Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum. Þvæla sem auk þess breytist stöðugt.

Það nýjasta er að ég hafi beðið um að fá að koma með nemendum í tíma. Í fréttum Stöðvar 2 sagði skólastjórinn:

„Þau sögðust vera að fara. Hann vildi vera með þeim. Þau sögðust vera að fara í tíma og hann spurði, má ég ekki bara koma með ykkur í tíma?“

Þetta eru einfaldlega fullkomin ósannindi. Þegar nemendur voru að fara í tíma og ég að komast í að borða (ofgrilluðu) samlokuna mína sagðist einn nemandinn vera að fara að halda kynningu og spurði hvort ég vildi ekki bara koma með. Ég þakkaði gott boð en sagði að því yrði nú varla vel tekið. Svo óskaði ég viðkomandi góðs gengis.

Einnig virtist skólastjórinn ósáttur við að ég hefði birt mynd sem sýndi að upprunalegar lýsingar voru fjarri sanni. Þá var ýjað að því að einhverjir sem þeirra sem sóttust eftir að vera með á myndinni hefðu e.t.v. ekki viljað birtast á mynd.

Þessi framganga skólastjórans og augljós pólitískur tilgangur hennar er með stökustu ólíkindum. Ég hefði talið að skólastjóri VMA ætti að fagna innliti frá dyggustu stuðningsmönnum iðnaðar og iðnnáms sem fyrir finnast.

Jafnvel að gagnrýna áform eigin flokks um aukna skatta á iðnaðarmenn.

Sú varð ekki raunin en það breytir því ekki að ég og Miðflokkurinn munum standa þétt með VMA.

VMA er gríðarlega mikilvægur skóli og nemendurnir frábærir. Með þeim munum við alltaf standa, í námi og í starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?