fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 08:00

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson virðist hafa hrist aðeins upp í forystumönnum Pírata miðað við viðbrögð þeirra við færslu hans um flokkinn í gærkvöldi. Össur lét ýmislegt flakka í færslu sinni en eins og kunnugt er hafa Píratar átt í vök að verjast í skoðanakönnunum. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu, sem kynnt var í gær, eru Píratar með 4,3 prósenta fylgi og berjast fyrir lífi sínu á þingi.

Í færslu sinni spurði Össur hvað væri eftir af erindi Pírata.

„Þau misstu pönkið fyrir löngu, eru í dag ráðsett og settleg, hálfgerður krúttflokkur sem engan vill styggja. Horfinn er hinn hrái brilljans sem fylgdi Birgittu, Helga Hrafni að ógleymdum Jóni Þór Ólafssyni sem mér fannst alltaf vanmetinn snillingur,“ sagði Össur og bætti við eitt sinn hafi verið „hryggur í þessu liði þegar þau stormuðu með anarkískum ofsa inn á þingið og settu stundum allt í uppnám.“

Hann segir að nú sé uppnámið bara innan eigin raða þar sem valdataflið er naktara á berangri smáflokks.

„Þau eru meira að segja hætt að gera nýja stjórnarskrá að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn! Hvað er þá eftir? – Jú, Þórhildur Sunna, prýðisþingmaður sem virkar lífsglöð og hamingjusöm í atinu en það er enginn munur á henni og flokki Kristrúnar Frostadóttur. Hið sorglega við stöðu Pírata í dag er að málefnalega skipta þau ekki lengur máli og atkvæði greitt þeim hjálpar ekki til við að halda Sjálfstæðisflokknum eða Klausturdónum utan ríkisstjórnar. Því er einfaldlega kastað á glæ.“

„Jæja Össur“

Sem fyrr segir virðist Össur hafa hrist aðeins upp í forystunni hjá Pírötum sem brugðust við færslu hans í athugasemdum.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður flokksins, sagði til dæmis: „Jæja Össur Skarphéðinsson. Alltaf verið að hræra í grautnum og jafnvel bæta aðeins í hann. Gætum við talað af dálítilli einlægni hérna en ekki bara í uppdressaðri pólitík eins og þú ert að gera. Þú veist vel að erindi Pírata er mjög áríðandi í pólitík nútímans og framtíðarinnar.”

Nefndi hann hin ýmsu baráttumál Pírata síðustu misseri, til dæmis gegn spillingu innan sem utan þings, tæknimálin og skaðaminnkun. „Þetta væri ekki á dagskrá nema út af Pírötum,” sagði Björn Leví og nefndi einnig að gagnsæi hafi ekki verið hluti af pólitískri umræðu fyrr en Píratar komu. Hann nefndi fleiri atriði eins og sjá má í athugasemd hans. Endaði hann svar sitt á þessum orðum:

„Afsakið Össur, en annað hvort ertu viljandi blindur á erindi Pírata eða eitthvað þaðan af verra. Ef þú vilt vera einlægur með það allavega. Þú getur ekki sagt mér að þessi mál skipti litlu máli – né að aðrir flokkar hafi þau í þess háttar forgangi að þeir myndu gera eitthvað alvöru í þeim.“

Þakklát Össuri

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, þakkaði Össuri af einlægni fyrir færsluna og sagðist kunna að meta það að fólk skuli vera til í að eiga kjarnað samtal um pólitík. Fór hún svo yfir ástæður þess að hún styður frekar Pírata en aðra flokka sem þrátt fyrir allt eru ágætir. Kveðst hún trúa á hugsjónina þar.

„Píratar eru eini flokkurinn sem vill bæði róttækar, jákvæðar og raunverulegar breytingar á samfélaginu, og er fær um að vinna með öðrum flokkum til að ná þeim í gegn. Ég hef ekkert á móti Samfylkingunni, eða Viðreisn og kann raunar vel við nokkra fleiri flokka, og mér hefur gengið vel að vinna með þeim í borginni, en þau eru að bjóða upp á svolítið það sama og miðjan, mið-hægrið og mið vinstrið eru að bjóða upp á í Evrópu og Bandaríkjunum,“ sagði hún meðal annars og endaði langt svar sitt á þessum orðum:

„Takk fyrir að vekja máls á þessu, í alvöru. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt að ræða þetta aðeins og fá á hreint hver okkar sérstaða er. Og við höfum hana sannarlega.”

Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir Pírata, á árunum 2015 til 2017, en fór svo yfir í Samfylkinguna, lagði einnig orð í belg.

„Píratar eru sósíaldemókratar í grunninn, eins og þú veist, sem fóru í smá svona unglingauppreisn. Þau sem eru eftir eru enn í uppreisn en sum að vísu komin á önnur uppreisnarmið, eins og Flokk fólksins og Sósíalista. Restin, sem voru alltaf með sósíaldemókratíska vængi, eru búin að sjá ljósið og komin yfir til Samfylkingarinnar (og Viðreisnar).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt