fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2024 03:49

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmlega 1.000 dagar síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir vinna hægt og bítandi fram þessa dagana og leggja meira landsvæði undir sig en þetta er dýru verði keypt. Að mati vestrænna sérfræðinga er mannfallið í röðum rússneska hersins gríðarlegt.

Tony Radakin, æðsti yfirmaður breska hersins, sagði nýlega í samtali við BBC að nýliðinn október hafi verið versti mánuðurinn fram að þessu fyrir Rússa í stríðinu. Að meðaltali hafi rúmlega 1.500 rússneskir hermenn fallið eða særst á hverjum degi. Þetta sé gjaldið sem þeir greiða fyrir að leggja smávegis landsvæði undir sig.

Jótlandspósturinn hefur eftir Kenneth Øhlenschlæger Buhl, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að þetta sé gríðarlegt mannfall. „Stríðið er nú komið á það stig að Rússar virðast hafa orðið fyrir gríðarlegu manntjóni. Við erum að nálgast tölur sem sáust í síðari heimsstyrjöldinni. Ekki heildarmannfallið í stríðinu, heldur mannfall á dag,“ sagði hann.

Hann notaði síðan D-dag, 6. júní 1944 en þá gengu hersveitir Bandamanna á land í Normandí, til samanburðar en þann dag létust, særðust eða týndust rúmlega 10.000 hermenn úr röðum Bandamanna en Þjóðverjar misstu um 9.000 hermenn þennan dag.

Einnig má benda á að í stríðinu í Írak frá 2003 til 2010 féllu 4.431 bandarískir hermenn og í stríðinu í Afganistan frá 2001 til 2014 féllu 2.354 bandarískir hermenn. Þetta eru tölur sem Rússar ná í viku hverri nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt