fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:54

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er allt annað en sáttur við Íslandsbanka sem tilkynnti í gær um hækkanir á bæði föstum og breytilegum verðtryggðum vöxtum húsnæðislána. Þetta gerðist sama dag og Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósenta lækkun á stýrivöxtum.

„Eins allir vita þá hafa flest heimili verið þvinguð úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð vegna okurvaxta fjármálakerfisins enda stendur ekkert heimili undir rúmlega 10% húsnæðisvöxtum. En uppundir 60% af húsnæðislánum heimilanna eru núna verðtryggð,“ segir Vilhjálmur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Hann er ómyrkur í máli í garð Íslandsbanka.

„Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að þeirri „rányrkju“ sem Íslandsbanki ástundar á sínum viðskipta“vinum“ en núna hefur bankinn hækkað breytilega verðtryggða vexti á húsnæðislánum um 0,80% á síðustu 63 dögum! Á sama tíma hafa stýrivextir lækkað um 0,75% og allir greiningaraðilar spá því að verðbólgan muni ganga hratt niður og verði jafnvel komin í 4,5% í þessum mánuði og niður í 3,8% í febrúar á næsta ári.“

Sjá einnig: Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Umtalsverð hækkun á vaxtabyrði

Hann segir að botnlaus græðgi fjármálakerfisins eigi sér engin takmörk og bendir á að arðsemi eigin fjár Íslandsbanka hafi verið 13,2% á þriðja ársfjórðungi.

„En hugsið ykkur, verðbólga er að lækka, stýrivextir eru að lækka, verðbólguvæntingar eru að lækka og því er spáð að hagvöxtur verði 0% á þessu ári. Þrátt fyrir þetta hefur Íslandsbanki hækkað breytilega verðtryggða húsnæðisvexti um 0,80% á síðustu 63 dögum.“

Vilhjálmur varpar svo ljósi á það hvað þetta þýðir fyrir hinn venjulega Íslending sem er með verðtryggt húsnæðislán hjá Íslandsbanka.

„Jú, þetta þýðir að á síðustu 63 dögum hefur vaxtabyrði af 45 milljóna húsnæðisláni með breytilega vexti á verðtryggðu láni í Íslandsbanka hækkað um 30 þúsund á mánuði eða 360 þúsund á ársgrundvelli.“

Bendir hann á að til að hafa 30 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þurfi viðkomandi einstaklingur með slíkt lán hjá ÍB að hafa launatekjur sem nema 47 þúsundum á mánuði.

„Já takið eftir ÍB hefur tekið 47 þúsund af launatekjum sinna viðskipta“vina“ sem eru með lán miðað við áðurnefndar forsendur. Ég óttast að aðrir bankar fylgi í fótspor Íslandsbanka enda á græðgi fjármálakerfisins sér engin takmörk.“

Hvar eru stjórnvöld? Hvar eru þingmenn?

Vilhjálmur sendir að lokum ákall til stjórnvalda:

„Ég spyr: Hvar eru stjórnvöld? Hvar eru þingmenn? Ætla menn að láta fjármálakerfið komast upp með það að hækka verðtryggða vexti um 0,80% á sama tíma og stýrivextir lækka um 0,75% og verðbólga á hraðri niðurleið?

Munum að ef stjórnvöld gátu lokað almenning inni í húsum sínum, lokað skólum, sundlaugum og bannað fólki að fara í sumarbústað vegna Covid þá hlýtur að vera hægt að tryggja lagasetningu til að vernda almenning fyrir þessari rányrkju sem fjármálakerfið ástundar á heimilum þessa lands!

Munum að okurvextir og verðtrygging eru ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem hægt er að breyta. Það eina sem þarf er kjarkur, vilji og þor!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft