fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Þingmannsefni vill ekki mölunarverksmiðju

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 15:43

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir sem er bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Ölfuss á Suðurlandi, auk þess að vera í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, andmælir harðlega áætlunum þýsks fyrirtækis um að reisa mölunarversmiðju í sveitarfélaginu. Vísar hún sérstaklega til neikvæðra áhrifa verksmiðjunnar á fiskeldi í nágrenninu og segir ekki hægt að velja bæði mölunarverksmiðjuna og fiskeldið.

Ása skrifar grein um þetta á Vísi en miðað við skoðanakannanir eru töluverðar líkur á því að Samfylkingin fái 2 þingmenn í Suðurkjördæmi og hún verði þar með þingmaður.

Ása rifjar upp að íbúakosningu um skipulagstillögu sem heimilar byggingu verksmiðjunnar og nýrrar hafnar í Þorlákshöfn hafi verið frestað og þýska fyrirtækinu Heidelberg, sem hefur í hyggju að reisa verksmiðjuna, falið að láta rannsaka áhyggjur fiskeldisfyrirtækisins First Water af áhrifum verksmiðjunnar á starfsemi þess.

Kosið verður um tillöguna samhliða alþingiskosningunum 30. nóvember og Ása segir liggja fyrir áhrif mölunarverksmiðjunnar myndu verða á fiskeldið í Ölfusi:

„Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra.“

Ónóg athugun

Ása segir að til standi að reisa mölunarverksmiðjuna nánast við hlið aðstöðu First Water og að skýrsla um umhverfisáhrif verksmiðjunnar hafi ekki kannað nægilega vel áhrif hennar á starfsemi fiskeldisfyrirtækisins:

„Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám.“

Öryggi

Ása vísar einnig til skaðlegra áhrifa hávaða á fiskeldið og norskt fyrirtæki hafi gert úttekt sem sýni fram að þar sem fyrirhugað hafnarsvæði, vegna verksmiðjunnar, í Keflavík við Þorlákshöfn sé varasamt og auki hættu á umhverfisslysum. Hún segir Vegagerðina hafa sömuleiðis varað við því að reisa höfn á þessu svæði.

Að lokum segir Ása fyrirhugaða verksmiðju ógna bæði hagsmunum Ölfuss og Íslands alls:

„Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan.

Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn.“

Grein Ásu er hægt að lesa í heild sinni hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán