fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra gefur hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, ekki háa einkunn en í stefnu flokksins kemur fram að flokkurinn vilji afhenda almenningu í landinu hlut í Íslandsbanka beint.

Í pistli á vef Miðflokksins á dögunum sagði Sigmundur meðal annars:

„Nú blasir við tækifæri til að afhenda raunverulegum eigendum Íslandsbanka sinn hlut beint og til jafns, þ.e. Íslendingum öllum. Við leggjum til, enn sem oftar, að allir Íslendingar fái sinn hlut til jafns og geti farið með eign sína að vild,“ sagði hann og bætti við að þar með verði allir þeir sem eru fæddir fyrir ákveðinn dag en ekki dánir, eignamenn.

„Miðað við núverandi gengi Íslandsbanka fengi hver einstaklingur í sinn hlut bréf í bankanum að verðmæti um 373.000 krónur. Um 1.250.000 á fjögurra manna fjölskyldu,“ sagði hann og bætti við að fólk gæti ákveðið að eiga eignarhlutinn og fá arðgreiðslur eða selja og fjárfesta í öðrum fyrirtækjum

Sigurður Ingi tjáir sig um þetta í Morgunblaðinu í dag og hann gefur þessari hugmynd ekki merkilega einkunn. Bendir hann á að með því að gefa 100 milljarða króna sé verið að auka fjármagn í umferð og það sé ekki það gáfulegasta þegar verið er að reyna að ná tökum á verðbólgunni.

„Ég verð að segja al­veg eins og er að þetta er afar sér­kenni­leg hug­mynd.“

Fari svo að Framsóknarflokkur og Miðflokkur setjist niður eftir kosningar og ræði hugsanlegt samstarf segir Sigurður Ingi að hann myndi hafna þessari tillögu inn í mögulegan stjórnarsáttmála. „Já, þetta er vitlaus hugmynd og ekki líkleg til að styðja við ábyrg ríkisfjármál. Hún er óábyrg með öllu,“ segir hann við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt