fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnámslæknir í lyflækningum, sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra, um að fara frjálslega með orðið nýsköpun í grein sem hún birti á dögunum. Greinin varpi ljósi á vanþekkingu Áslaugar á heilbrigðismálum og fáfræði. Fleiri læknar eru á sama máli. 

Áslaug Arna, sem er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skrifaði harðorða grein þann 16. nóvember þar sem hún skaut föstum skotum á Ölmu Möller, landlækni, sem er nú í framboði fyrir Samfylkinguna. Áslaug hélt því fram að nýsköpun á sviði heilbrigðismála væri til þess fallin að létta álagi á opinbera heilbrigðiskerfið og bæta þjónustu við landsmenn. Hins vegar hafi Alma sett sig á móti slíkum framförum. Nefndi Áslaug sem dæmi að embætti landlæknis hafi synjað fyrirtækjunum Greenfit og Intuens um leyfi til að „bjóða nýjungar í þjónustu til landsmanna“. Annars vegar er um að ræða blóðmælingar og hins vegar myndgreiningar án sérstakrar tilvísunar frá lækni.

Áslaug sagði Ölmu halda heilbrigðiskerfinu í fjötrum með aðgerðum sem væri skaðlegar fyrir samkeppni.

Oflækningar eru dýrar og valda skaða

Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnámslæknir í lyflækningum, hefur nú svarað grein Áslaugar með pistli sem hún birti á Facebook. Þar furðaði hún sig á þessum orðum ráðherrans sem greinilega viti ekki hvaða þýðingu starfsemi Greenfit og Intuens hafi í raun fyrir heilbrigðiskerfið.

„Það að ráðherra haldi að það teljist til nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að ófagmenntað fólk taki einhverjar blóðprufur útí bláinn hjá fólki og að fólk geti fengið segulómun af öllum líkamanum án ábendingar lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun.

Þessi grein varpar ljósi á skammsýni og vanþekkingu enda er þetta fyrst og fremst bruðl með ríkisfé því ólíkt því sem hún heldur fram að læknar séu á móti þessu til að halda einokunarstöðu á markaði þá einmitt endar þetta á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar?? Þessi „nýsköpunarfyrirtæki“ geta ekkert gert við niðurstöðurnar og kunna ekki að túlka þær. Á segulómuninni sést mögulega eitthvað sem aldrei hefði fundist og valdið engum skaða.“

Stella bendir á að þegar fólk hefur fengið niðurstöðurnar úr þessum mælingum þá eðlilega leiti það í heilbrigðiskerfið, sem er kostað af skattpeningum Íslendinga, með tilheyrandi kostnaði, álagi og vanlíðan hjá þeim sem nú telja sig glíma við heilsubrest.

„Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim.“

Eins gagnrýnir Stella að Áslaug noti orðið einokun um heilbrigðiskerfið eins og um samkeppnismarkað sér að ræða. Þetta lýsi gífurlegri fáfræði.

„Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég vil gjarnan að þeir þurfi aldrei á minni þjónustu að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín.

Fyrirtæki eins og Green fit og Intuens taka ekki þátt í því en að efla heilsugæsluna gerir það, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu.“

Ráðherra tali máli sérhagsmuna

Pistill Stellu hefur vakið mikla athygli og margir hafa deilt henni. Til dæmis deilir formaður Félags almennra lækna, Teitur Ari Theodórsson, pistlinum og tekur fram að það sé mikilvægt að stjórnmálamenn tali fyrir lausnum í heilbrigðismálum frekar en að tala málið sérhagsmunaaðila sem muni auka vandann.

Jón Benediktsson, heimilislæknir, hefur líka tjáð sig um grein Áslaugar og kallar hana „skelfileg skrif ráðherra sem afhjúpar vanþekkingu sína á málinu“. Jón segir að þessi. meinta nýsköpun Greenfit og Intuens létti sannarlega ekki álagi af opinbera heilbrigðiskerfinu heldur skapi óþarfa verkefni sem „vinna úr afleiðingum ómarkvissra ofrannsókna sem stuðla ekki á nokkurn hátt að bættri heilsu“.

Rándýrar rannsóknir

Þessar rannsóknir sem Greenfit og Intuens bjóða upp á eru ekki á færi hversn sem er að gangast undir, enda kosta þær töluvert. Greenfit býður upp á blóðmælingar annars vegar í því sem kallast ástandsskoðun og hinsvegar rannsókn sem kallast efnaskiptaheilsa. Ástandsskoðunin kostar 69.990 og Efnaskiptaheilsan 29.900. Intuens býður upp á svokallaða heilskoðun sem kostar 300.000 krónur. Eins er hægt að gangast undir segurómunm á tilteknum líkamshlutum og kostar hver þeirra 42 þúsund, nema kviðarhol sem kostar 84 þúsund.

Viðbót: 

Síðan fréttin fór í loftið hefur Stella birt gagnrýni sína í formlegri svargrein til Áslaugar þar bætir hún við að það sé furðulegt að Áslaug haldi því fram að þau fyrirtæki sem hér hafa verið nefnd séu að létta á heilbrigðiskerfinu þegar stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félag íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess, meðal annars út af auknu álagi á heilbrigðiskerfið.  Eins bendir Stella á að embætti landlæknis sé ekki almennt að beita sér gegn nýsköpun heldur hafi þvert á móti stutt nýsköpun með aðgerðum á borð við „hakkaþon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki komu saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu.

Alma Möller, landlæknir, hefur deilt grein Stellu og segir hana fara með rétt mál. Í athugasemd furðar Alma sig á því að sá ráðherra sem fer með málaflokka menntunar, vísinda og nýsköpunar sé að halda öðru eins fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti