fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:30

Lýstar kröfur voru rúmlega 171 milljónir króna. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýstar kröfur í félagið LEV102 ehf voru rúmlega 171 milljón króna. Eignarhaldsfélagið stóð að baki reksturs veitingastaðarins Héðinn Kitchen & Bar að Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur.

Fyrr á þessu ári var greint frá gjaldþroti veitingastaðarins en þá var talið að kröfurnar næmu um 105 milljónum króna. Í Lögbirtingablaðinu í dag er greint frá því að við skiptalok búsins næmu kröfurnar 171.288.445 krónum. Engar eignir fundust í búinu.

Eigandi félagsins, Karl Viggó Vigfússon, stofnaði veitingastaðinn með Elíasi Guðmundssyni árið 2021. Eftir úrskurð héraðsdóms um gjaldþrot í janúar mánuði í fyrra greindi Karl frá því við mbl.is að staðurinn myndi halda áfram í óbreyttri mynd í nýju félagi. Staðnum hefur hins vegar verið lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft