fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 12:30

Svæðið er farið að minna á iðnaðarhverfi. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Hvömmunum í Hafnarfirði eru orðnir þreyttir á stórum bílum og vinnuvélum sem lagt er við kirkjugarð bæjarins. Sumir bílanna eru númeralausir og hafa ekki verið hreyfðir mánuðum saman.

Umræða um þetta hefur skapast í nokkrum íbúagrúbbum bæjarins. En kveikjan að umræðunni voru fréttir af því að mannlaus vörubíll hefði brunnið til kaldra kola á bílastæðinu, sem stendur við Klausturhvamm í gær. Aðrir bílar hefðu verið í hættu en viðbragð slökkviliðs hefði orðið til þess að hindra tjón á öðrum bílum.

Við kirkjugarðinn er stórt bílastæði og þar hafa eigendur vörubíla og annarra stórra bifreiða og tækja séð sér leik á borði til að geyma þá. Segja íbúarnir að þetta hafi breyst mjög hratt og að ekki sé skemmtilegt eða fallegt að nota bílastæði kirkjugarðsins á þennan hátt. Svæðið sé farið að minna á iðnaðarsvæði frekar en íbúahverfi.

„Var að keyra þarna fram hjá taldi 14 trukka og kerrur 1 vörubíl hinum megin við götuna það var alveg pakkað þarna. Um síðustu jól var þetta svona hræðileg sjómengun og sóðalegt vona að þetta verði girt af sem fyrst,“  segir einn íbúinn.

Sumir telja hins vegar að það sé í lagi að vörubílstjórar geti lagt bílum í grennd við heimili sitt. Annað gildi hins vegar um númeralausa bíla, dráttarvélar og rútur sem hafa jafn vel ekki verið hreyfðar mánuðum saman.

Ein kona sem býr í hverfinu varð vitni að eldsvoðanum og lét lögreglu og slökkvilið vita. Í umræðunum segist hún einnig hafa látið bæinn vita. „Þetta er algjörlega óþolandi hvernig þetta er orðið hringdi í Hafnarfjarðarbæ í morgun og það á að skoða málið,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins