fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraun frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröð á tólfta tímanum í gærkvöldi rann yfir Njarðvíkuræð, sem færir heitt vatn frá Svartsengi til Reykjanesbæjar, í morgun.

Í færslu á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þetta hafi gerst milli klukkan 8 og 9 í morgun þar sem áframhald varð á framskriði hraunsins til vesturs. Hafði hraunið þegar farið undir raflínur og sennilega skemmt þær.

„Njarðvíkuræð fór síðast undir hraun í febrúar og voru Suðurnesin í kjölfarið án hitaveitu í nokkra daga. Í kjölfarið var lögnin varin með því að grafa hana niður, til að tryggja virkni hennar þrátt fyrir að hraun renni yfir hana,“ segir í færslunni.

Runólfur Þórhallsson, settur sviðsstjóri hjá Almannavörnum, segir í samtali við RÚV að æðin sem slík sé ekki í hættu því hraun fari yfir þar sem hún er grafin niður. „Við fylgjumst bara mjög náið með því en fyrstu upplýsingar segja að hún sé ekki í mjög mikilli hættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“