fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 07:26

Meðfylgjandi myndir voru teknar af gosinu í nótt og birtust á Facebook-síðu Almannavarna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgosið sem hófst klukkan 23:14 í gærkvöldi hélt áfram að malla í nótt en aðeins hefur dregið úr virkni á gossprungunni frá því hún var sem mest skömmu eftir miðnætti.

Í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands kemur fram að sprungan sé virkust um miðbik hennar og er hraunflæði áfram til vesturs og norðurs.

„Vestari hrauntungan, sú sem rennur milli Sýlingarfells og Stóra Skógfells, rann yfir Grindavíkurveg rúmlega kl. 04:30 og nálgast Njarðvíkuræð. Áætlað hraunrennsli á þessari hrauntungu er um 300 metrar á klukkustund. Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum.“

Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, sagði við fréttastofu RÚV í nótt að flæðið í þessu gosi hefði hingað til verið mun minna en í síðustu tveimur eldgosum og gosvirknin verið örlítið fyrr að ná hámarki.

Hann sagði að ekki væri hægt að útiloka að virknin tæki við sér aftur en vísindamenn eigi ekki von á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt

Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bjarni fagnar vaxtalækkuninni með Esjumynd

Bjarni fagnar vaxtalækkuninni með Esjumynd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft
Fréttir
Í gær

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt afurðastöðvum að samkeppnislög gildi um samstarf og samruna þeirra

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt afurðastöðvum að samkeppnislög gildi um samstarf og samruna þeirra
Fréttir
Í gær

Systir Thelmu flutti til Spánar: „Hafa ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim“

Systir Thelmu flutti til Spánar: „Hafa ákveðið að þau séu ekkert endilega að koma aftur heim“
Fréttir
Í gær

Ólga í Fjarðabyggð eftir uppsögn stjórnanda í félagsþjónustu – Saka bæinn um ófaglega og óvandaða stjórnsýslu

Ólga í Fjarðabyggð eftir uppsögn stjórnanda í félagsþjónustu – Saka bæinn um ófaglega og óvandaða stjórnsýslu