fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 10:00

Björn Valur segir efasemdarfræjum sáð og vitni gerði tortryggileg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, ber saman uppákomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í VMA við æluferð Ásmundar Einars Daðasonar fyrir nærri áratug síðan. Segir hann að málið muni fjara út og Sigmundur styrkja stöðu sína.

„Fyrir nokkrum árum ældi sauðdrukkinn þingmaður Framsóknarflokksins yfir farþega í millilandaflugi,“ segir Björn Valur í færslu á samfélagsmiðlum og vísar til atviks Ásmundar Einars Daðasonar frá árinu 2015 þegar hann kastaði upp í flugvél WOW Air.

„Fjöldi vitna var að atvikinu, farþegar og starfsfólk flugfélagsins, sem sagði þingmanninn hafa verið blindfullan og varla staðið í lappirnar. Þegar þingmaðurinn rankaði við sér fullyrti hann hins vegar að um iðrakveisu hefði verið að ræða og að hann myndi leita til læknis vegna hennar,“ segir Björn Valur.

Þannig hafi orðið til tvennar sögur að atburðinum og efasemda fræjum verið sáð um hvað raunverulega hafi gerst sem og að vitni segðu satt og rétt frá. WOW setti sig svo í stellingar til að finna þann sem kjaftaði frá æluferð Ásmundar Einars, sem var aðalmálið. En síðan hafi málið fjarað út, allt orðið gott aftur og Ásmundur Einar settist nánast látlaust í ríkisstjórn frá æluflugferðinni frægu.

Óboðinn með dólgslega framkomu

„Í gær gerðist það svo að formaður stjórnmálaflokks við þriðja mann mætti óboðinn í framhaldsskóla og fór heldur dólgslega um þar til hann og fylgdarlið hans var beðið af stjórnendum um að yfirgefa skólann,“ segir Björn Valur og vísar til atviks Sigmundar Davíðs í Verkmenntaskóla Akureyrar sem mikið hefur verið til umræðu.

Sjá einnig:

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

„Fyrr um daginn höfðu frambjóðendur allra flokka fundað með nemendum og spurningar nemenda til frambjóðanda flokks formannsins farið eitthvað fyrir brjóstið á honum og hann því mættur í skólann til að rétta af kúrsinn hjá nemendum. Fjöldi vitna var að upp á komunni og eitthvað af því sem þar gerðist myndað og skráð,“ segir Björn Valur. „En þrátt fyrir það þrætir formaður flokksins nú fyrir og segir að þetta hafi í raun alls ekki gerst, heldur hafi skólameistari misbeitt valdi sínu gegn honum í pólitískum tilgangi og eyðilagt góða samkomu hans með nemendum.“

Aftur séu tvennar sögur sagðar af máli og efasemdarfræjum sáð um að vitni og starfsfólk hafi sagt satt og rétt frá. Björn Valur spáir því að málið muni fara líkt og hið fyrra.

„Málið mun svo fjara út, allt verða gott aftur og dólgslegi formaðurinn mun líklega styrkja pólitíska stöðu sína nokkuð í komandi kosningum,“ segir Björn Valur að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni