Vísir greindi frá því að Sigmundi og öðrum meðlimum Miðflokksins hefði verið vísað úr Verkmannaskólanum á Akureyri eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari VMA, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.
Alexandra tjáði sig um málið á Facebook og TikTok.
„Þessi frétt um að Sigmundi Davíð hafi verið vísað úr VMA fyrir að krota á varning hjá öðrum framboðum sem voru skilin eftir þar, það er sennilega bara það lélegasta sem ég hef heyrt í nokkurri íslenskri kosningabaráttu í mörg ár. Hver hagar sér svona? Er maðurinn fimm ára?“
Eftir að frétt Vísis birtist skrifaði Sigmundur færslu á Facebook þar sem hann gerði lítið úr málinu og sagði raunar að enginn hefði vísað honum úr skólanum.
Sjá einnig: Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
„Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út. En nemendur þurftu að mæta í tíma og ég að borða samlokuna mína.“
Á myndum sem birtust á samfélagsmiðlum mátti sjá að búið var að krota „SIMMI D“ á kosningablað Framsóknarflokksins og húfu merkta Flokki Fólksins. Þá hafi verið krotað yfir merki flokkanna tveggja á varningnum. Einnig hafi skegg og augabrúnir verið krotað á andlit Ingibjargar Isaksen og Þórarins Inga Péturssonar frambjóðanda Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
@xandrabriem @Píratar XP @midflokkurinn24 #kosningar2024 ♬ original sound – xandraBriem