Þann 13. nóvember síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi.
Er maðurinn sakaður um að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007, á heimili þeirra í Reykjavík, í sumarbústaðarferðum og einu sinni í fríi fjölskyldunnar á Spáni.
Maðurinn er sakaður um að hafa ítrekað misnotað yfirburðastöðu sína gegn systur sinni en ekki kemur fram í ákæru aldursmunur þeirra, þar sem kennitölur og fleiri upplýsingar hafa verið hreinsaðar úr henni. Er maðurinn m.a. sakaður um að hafa látið systur sína fróa sér og veita sér munnmök, sem og að setja fingur í leggöng hennar og sleikja á henni kynfærin.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á fimm milljónir króna.