fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 09:16

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er í sjöunda himni yfir stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í morgun.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka  vexti bankans um 0,5 prósentur og verða meginvextir bankans því 8,5%. Í byrjun október voru vextir lækkaðir um 0,25% og hafa þeir því samtals lækkað um 0,75%.

Sjá einnig: Stýrivextir lækkaðir um hálfa prósentu

„Þessar fréttir núna eru gríðarlega jákvæðar og eru algjörlega í anda þess spálíkans sem við í breiðfylkingunni, það er að segja Starfsgreinasamband Íslands, Efling, Félag iðn- og tæknigreina og Samiðn vorum að vinna með við gerð kjarasamninga í mars á þessu ári,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að samningurinn hafi gengið út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta.

Núna er þetta byrjað að skila sér

„Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma. En við undirritun samninganna var verðbólgan 6,6% og er nú komin niður í 5,1% og hefur því lækkað um 1,5% og stýrivextir hafa nú í tvígang lækkað um samtals 0,75 prósentustig sem er gríðarlega jákvætt.“

Segir Vilhjálmur að markmiðið hafi verið að skapa skilyrði til að auka ráðstöfunartekjur félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum enda hafi það legið fyrir að vaxtakostnaður og há verðbólga væri að ganga að félagsmönnum dauðum. Vilhjálmur varpar svo ljósi á hvað síðustu tvær vaxtalækkanir þýða fyrir fólk.

28 þúsund króna lækkun á mánuði

„Bara til að setja þetta í samhengi og þannig að fólk átti sig á tölum þá skulda íslensk heimili 72% af landsframleiðslu sem gera 3.200 milljarða og 0,75% lækkun vaxta nemur lækkun á vaxtabyrði um 24 milljarða króna ef að vaxtalækkunin skilar sér á allar vaxtaberandi skuldir heimilanna. Já takið eftir, 24 milljarða.“

Hann bendir svo á að íslensk fyrirtæki skuldi 73% af vergri landsframleiðslu sem gerir 3.400 milljarða króna. Ávinningur fyrirtækja nemi því rúmum 25 milljörðum.

„Það er líka hægt að heimfæra þetta yfir á húsnæðislán sem nemur 45 milljónum en þá er ávinningurinn af 0,75% lækkun 28.000 kr. á mánuði eða um 340.000 kr. á ári. Til að hafa 28.000 kr. í ráðstöfunartekjur þá þarftu að hafa yfir 40.000 kr. í laun.“

Vilhjálmur segir að íslenskur almenningur eigi verkalýðshreyfingunni margt að þakka.

„Já, það er íslensk verkalýðshreyfing sem ætíð sýnir ábyrgð sem er að lemja niður vextina. Og nú þurfum við að halda áfram á sömu braut og biðla ég til fyrirtækja, sveitarfélaga og orkufyrirtækja að sýna í verki að þau ætli að taka þátt í þessu verkefni, að ná niður verðbólgunni enn frekar og halda áfram að koma vöxtunum hér í sambærilegt horf og þekkist í þeim löndum sem við berum okkur saman við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel

Svona verður veðrið um áramótin – Eins gott að klæða sig vel
Fréttir
Í gær

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“

Segir Rússland á barmi efnahagshruns – „Skortir allt!“
Fréttir
Í gær

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi