fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð ómyrkur í máli: „Enginn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 07:18

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvort sem fólki lík­ar það bet­ur eða verr þarf að leiða þessi mál til lykta í kom­andi kosn­ing­um. Þessu verður ekki skotið á frest því áfram­hald­andi mis­tök á þessu sviði verða aldrei tek­in aft­ur. 1150 ára saga og öll framtíð þessa litla sam­fé­lags er und­ir.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í niðurlagi langrar greinar sinnar sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni Umfang og eðli hælisleitendamála.

Sigmundur viðrar þar áhyggjur sínar af stöðu mála hér á landi og varpar ljósi á stefnu Miðflokksins þegar kemur að málefnum flóttamanna og umsækjanda um alþjóðlega vernd. Sigmundur segir að á undanförnum árum hafi mannfjöldi á Íslandi aukist hraðar en nokkru sinni áður í sögu landsins. Íslendingum hafi þó fjölgað allt of lítið. „Viðbótin hefur fyrst og fremst orðið með flutningi erlendra ríkisborgara til landsins,“ segir hann.

Stórar breytingar geta gerst mjög hratt

„Þessu hef­ur fylgt gríðarlegt aukið álag á innviði lands­ins á skömm­um tíma. Hvort sem litið er til heil­brigðis­kerf­is­ins, mennta­mála, lög­gæslu, hús­næðismarkaðar eða ótal annarra þátta hef­ur mik­il­væg­asta þjón­usta sam­fé­lags­ins orðið fyr­ir gríðarlegu raski. Þótt beinn ár­leg­ur kostnaður við ut­an­um­hald hælisleitendakerfisins nemi hátt í 30 millj­örðum króna er kostnaður­inn sem fylg­ir svo miklu auknu álagi á lítið sam­fé­lag miklu meiri. Þá eru ekki tal­in lang­tíma­áhrif­in af því ef sam­fé­lag sundr­ast og glat­ar því sem sam­ein­ar það. Slíkt tjón er ómæl­an­legt í pen­ing­um og verður aldrei bætt.“

Sigmundur segir að þetta sé sérstakt áhyggjuefni og krefjist mikillar varfærni þegar þjóðin sem á í hlut er agnarsmá. „Þá geta stórar breytingar gerst mjög hratt,“ segir hann.

Hann fer svo yfir þær breytingar sem orðið hafa á síðustu árum og segir að það hafi „spurst hratt út“ að ef þeir sem eru stöðvaðir á landamærunum og biðja um hæli fari þeir inn í „óhemju þungt og dýrt hælisleitendakerfi með allri þeirri þjónustu, aðstoð og áfrýjunarúrræðum sem hið óraunhæfa íslenska kerfi býður upp á.“

Hann segir að vissulega séu ekki allir sem sótt hafa um landvist hælisleitendur. Hlutfallið sé þó miklu hærra en haldið hefur verið fram í stjórnmálaumræðu að undanförnu. „Árið 2022 fjölgaði íbú­um lands­ins um 8.670. Það ár sóttu 4.520 um hæli á Íslandi. Árið 2023 fjölgaði um 6.790. Það ár voru hæl­is­um­sækj­end­ur 4.164.“

Færi langleiðina með að leysa vandann

Er það mat Sigmundar að allt þetta geri okkur ókleift að vernda velferðarkerfið og samfélagið og láta það virka sem skyldi. Hann varpar svo ljósi á stefnu Miðflokksins í þessum efnum og segir meðal annars:

„Eng­inn ætti að mæta til Íslands til að sækja um hæli. Geri menn það skal þeim strax vísað aft­ur til þeirra ör­uggu landa sem þeir komu í gegn­um. Ólíkt mörg­um Evr­ópuþjóðum höf­um við litla þörf fyr­ir að senda fólk í mót­töku­stöðvar utan álf­unn­ar. Eng­inn kem­ur til Íslands öðru­vísi en að hafa farið í gegn­um önn­ur ör­ugg lönd og því beit­um við ein­fald­lega rétti okk­ar gagn­vart m.a. Dyflinnarsáttmálanum og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.“

Þá segir Sigmundur að flugfélög skuli skila farþegalistum í samræmi við lög og reglur, ella fljúgi þau ekki til Íslands. Þá segir hann að þeir sem „týna“ skilríkjum á leiðinni skuli fara strax til baka með næsta flugi á ábyrgð flugfélagsins.

„Þetta eitt og sér fer lang­leiðina með að leysa vand­ann og gera okk­ur kleift að ná stjórn en fleira þarf þá að fylgja,“ segir hann og vísar til Danmerkur.

„Þeir sem vilja verða hluti af sam­fé­lag­inu þurfa að sýna vilja til að aðlag­ast. Fremji þeir alvar­leg brot eða brjóti ít­rekað af sér skal þeim vísað úr landi. Full­ur aðgang­ur að vel­ferðar­kerf­inu fæst ekki nema með a.m.k. sömu kvöðum og lagðar hafa verið á Íslend­inga sem búið hafa lengi er­lend­is og flytja heim. Þeir sem sækja um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt þurfa að sýna fram á grunnþekk­ingu á ís­lenskri tungu og sam­fé­lag­inu.“

Sigmundur segir að endingu að Miðflokkurinn hafi lengi bent á í hvað stefndi og oft fengið bágt fyrir.

„Oft­ar en ekki var reynt að þagga niður umræðuna með því að kasta fram verstu stimpl­um sem hægt var að finna til að hræða fólk frá umræðunni. Við lét­um það ekki stoppa okk­ur því við erum ekki í þessu til að elta tíðarand­ann held­ur til að berj­ast fyr­ir því sem við trú­um að sé rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir