fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 10:00

Ólafur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er bara farinn að þreytast,“ segir Ólafur Sigurðsson athafnamaður í samtali við DV. Ólafur skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann greinir frá því að hann og sonur hans ætli að flytja úr landi vegna þess hvernig komið hefur verið fram við son hans sem er á einhverfurófi.

Nokkir dagar liðu frá því að greinin var skrifuð og þar til hún birtist á síðum Morgunblaðsins í morgun. Eru þeir feðgar raunar þegar fluttir úr landi, fóru til Spánar síðastliðinn laugardag.

„Hættið að kalla Ísland nú­tíma­sam­fé­lag“

Í grein sinni segir Ólafur að þeir muni ekki koma til Íslands nema í flugulíki. „Kíkja í heim­sókn þar sem við telj­um Ísland til lít­ils ann­ars nyt­sam­legt en að heim­sækja í stutt­um heim­sókn­um,“ segir hann og bætir við að hann hafi lengi verið hugsi yfir meðferð þessa svokallaða velferðarþjóðfélags – sem ráðamenn kalli Ísland á tyllidögum – á syni hans síðastliðin tíu ár eða svo.

„Nú er að koma að kosn­ing­um og þeir sem bjóða sig fram eru flest­ir sek­ir um að hafa sett sam­an slíkt sam­fé­lag. Sam­fé­lag hörku og skiln­ings­leys­is, óþol­in­mæði og skorts á úrræðum fyr­ir þá sem minna mega sín. Miðalda­sam­fé­lag, ekki þróað nú­tíma­sam­fé­lag. Góðir fram­bjóðend­ur: Endi­lega hættið að kalla Ísland nú­tíma­sam­fé­lag. Við erum það ekki.“

Enginn viljað með hann hafa

Ólafur fer svo yfir sögu sonar síns sem er kominn á þrítugsaldur en er sem fyrr segir á einhverfurófi.

„Dreng­ur sem er al­gjör bind­ind­ismaður. Ein­hverf­an er að stríða hon­um, hann get­ur fengið reiðiköst, sem brjót­ast út í ljót­um munn­söfnuði. Ekki hef­ur hann beitt of­beldi, hann hef­ur varla varið sig þegar hann hef­ur verið beitt­ur lík­am­legu of­beldi en látið ljót orð falla í til­raun sinni til að kalla á hjálp. En hver gerði það ekki sem fengi slíka meðferð?“

Ólafur segir að sonur hans hafi verið lagður inn á geðdeild margoft og meðal annars settur í raflost.

„Gef­inn fjöld­inn all­ur af lyfj­um sem gerðu hann mjög ruglaðan og bættu ekki neitt, hent á milli húsa, tek­inn af lög­reglu og hand­járnaður fyr­ir aft­an bak, sett­ur í fang­elsis­klefa, ná­granni hef­ur ráðist á hann þannig að sá á bak­inu á hon­um. Eng­inn hef­ur viljað neitt með hann hafa, eng­inn talað við hann eins og mann. Þannig hef­ur ís­lenskt þjóðfé­lag farið með hann og hann er bara á ein­hverfurófi! Ekki er nú vand­inn stór,“ segir hann og spyr:

„Finnst ykk­ur þetta í lagi? Er þetta þjóðfé­lag sem við vilj­um búa í? Er nokk­ur von til að þetta breyt­ist? Eft­ir margra ára bar­áttu veit ég að þetta breyt­ist ekk­ert, hann fær ekki hjálp hér.“

Sagt að fara út til að fá aðstoð

Hann segir svo í lokin að í ljósi alls framangreinds hafi þeir tekið þá ákvörðun að yfirgefa landið.

„Við erum van­ir að búa er­lend­is og það mun­um við gera. Leita eft­ir hjálp þar. Þetta er sam­kvæmt ráðlegg­ingu starfs­fólks í geðheil­brigðis­kerf­inu; farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér. Flytja vand­ann úr landi,“ segir Ólafur sem hvetur þá sem eru í baráttu við heilbrigðis- eða félagskerfið að skoða þann möguleika að flytja úr landi.

„Það er víst að þið getið ekki fengið verri þjón­ustu, t.d. ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um.“

Ólafur segir í samtali við DV að augljóst sé að taka þurfi til í þessum málum og forgangsraða útgjöldunum þannig að þeir sem þurfa aðstoð fái hana. Hann gagnrýnir að aðstandendur þurfi að halda utan um alla þræði og oft sé mjög erfitt að ná í þá sem gefa sig út fyrir að veita aðstoð. Jafnvel þurfi að útskýra stöðu mála aftur og aftur og aftur.

Hann segir að lokum að þeir feðgar hafi áður búið erlendis, til dæmis í Belgíu og Danmörku, og þeir muni að líkindum enda í Danmörku þar sem þjónusta er í boði sem ekki er aðgengileg á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg