Alls voru 224.987 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. nóvember á þessu ári samkvæmt skráningu Þjóðskrár. Þetta jafngildir því að um 55,4% landsmanna séu skráði í Þjóðkirkjuna sem er rúmlega prósenti færri heldur en á sama tíma í fyrra þegar hlutfallið nam 56,7%. Árið 2019 voru 65,2% landsmanna í Þjóðkirkjunni svo hlutfallið hefur á fimm árum minnkað um 9,8%.
Næst fjölmenntasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 15.450 skráða meðlimi. Næst kemur Fríkirkjan í Reykjavík með 9.957 skráða meðlimi.
Frá 1. desember 2023 hefur fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum verið mest í Siðmennt eða um 325 meðlimir. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 42,9%, en þessa tölu þarf að skoða í ljósi þess að fjöldi skráðra í félagið þann 1. nóvember nam 10 einstaklingum, en þeir voru 7 í desember í fyrra.
Þann 1. nóvember voru alls 30.763 einstaklingar skráðir u tan trú- og lífsskoðunarfélaga sem er 0,7% hækkun frá 1. des 2023. Ef að einstaklingur er utan trú- eða lífsskoðunarfélaga hefur sá tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar. Hins vegar voru 89.854 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu, eða með öðrum orðum hafa þessir einstaklingar ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.
Eftirfarandi eru 10 fjölmennustu trúar- og lífsskoðunarfélög landsins: