fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 23:19

Mynd tekin frá Grafarvogi Mynd: Haukur Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldgos er hafið á Reykjanesi, að öllum líkindum á Sundhnjúkagígaröðinni. Þar hófst skyndilega mikil jarðskjálftavirkni fyrr í kvöld.

Send hafa verið út neyðarboð til þeirra sem eru á svæðinu, til að mynda gestum Bláa Lónsins, um að rýma svæðið tafarlaust. Rýming í Grindavík stendur yfir, en gist hefur verið í um 50 húsum þar undanfarnar nætur.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara á neyðarstig og búið er að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna.

Þar sem stutt er síðan eldgosið hófst þá er ekki vitað frekar um hvar eldgosið er nákvæmlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið eftir stutta stund.

Uppfært:
Búið er að staðsetja gosið skv. tilkynningu á vef Veðurstofunnar: Eldgos hófst á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells kl. 23:14.

Í tilkynningu frá lögreglustjóra í gær, þriðjudaginn 19. nóvember, kom fram að ólíklegt væri að eld­gos brytist út á Reykja­nesskaga í nóv­em­ber sam­kvæmt nýj­ustu gögn­um Veður­stofu Íslands.

Fyrr í vikunni var boðað til íbúafundar með oddvitum í Suðurkjördæmi ásamt formönnum flokkana. Átti fundurinn að fara fram í Gjánni í Grindavík laugardaginn 23. nóvember kl. 11 og stóð til að sýna hann í streymi.

Markmið fundarins var að eiga opið samtal við íbúa og fyrirtækjaeigendur til að kynna stefnu sína í málefnum Grindavíkur og Grindvíkinga. Einnig verður tækifæri fyrir þau til að hlusta á þarfir íbúa og fyrirtækjaeigenda.

Eftirfarandi höfðu þegar staðfest komu sína. • Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, • Ásta Lóa Þórsdóttir og Inga Sæland frá Flokki fólksins, • Víðir Reynisson frá Samfylkingunni, • Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, • Hólmfríður Árnadottir og Orri Páll Jóhannsson frá Vinstri grænum, • Arnar Jónsson frá Lýðræðisflokknum, • Sigurður Ingi Jóhannsson eða Halla Hrund Logadóttir frá Framsóknarflokknum, • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Mummi Týr og Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum, • Karl Gauti Hjaltason og Heiðrún Brá Ólafsdóttir frá Miðflokknum, • Unnur Rán Reynisdóttir frá Sósílistaflokknum.

Einnig hugðist Körfuknattleiksdeild Grindavíkur standa að fjáröflun um helgina í Grindavík með því að tæma ruslatunnur við heimili í bænum, og flytja þær til Reykjanesbæjar. Í ljósi nýjustu vendinga er óljóst hvort að fundinum og fjáröfluninni verður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi