fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Bjarni fagnar vaxtalækkuninni með Esjumynd

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fagnar 0,5% lækkun stýrivaxta sem Seðlabankinn tilkynnti í morgun. Segir Bjarni að í lækkuninni birtist árangur stefnu ríkisstjórnarinnar og bendir hann á að vaxtalækkunin þýði umtalsvert minni greiðslubyrði fyrir þá sem þurfa að greiða af húsnæðislánum.

Í tilefni lækkunarinnar birti Bjarni mynd af sér og eiginkonu sinni, Þóru Margrét Baldvinsdóttir, úr Esjugöngu, og eftirfarandi pistil:

„Árangur skýrrar stefnu okkar birtist í lækkun vaxta núna í morgunsárið. Vaxtalækkun upp á 0,5% þýðir 190 þúsund króna minni greiðslubyrði á ári fyrir heimili með 40 milljón króna lán. Forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hefur verið að stuðla að lækkun verðbólgu svo Seðlabankinn geti lækkað vexti. Það er að ganga eftir, verðbólgan er í frjálsu falli, hún er að “húrrast niður” eins og greiningaraðilar hafa orðað það. Sjálfur Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir mun minni verðbólgu á næstunni en áður var talið. Ef við höldum áfram á réttri leið er vaxtalækkunin í dag aðeins forsmekkur af því sem koma skal á nýju ári. Þannig myndi 1,5% lækkun til viðbótar minnka greiðslubyrðina um 560 þúsund, með 2,5% lækkun minnkar hún um fast að milljón.

Í kosningabaráttunni er karpað um ýmislegt, flest mikilvægt á sinn hátt. Það er hins vegar ótvírætt stærsta hagsmunamál heimila og fyrirtækja að þessi þróun haldi áfram. Allir flokkar lofa lækkun vaxta en ákvörðun dagsins sýnir að það er að takast á okkar vakt. Gætum þess að setja árangurinn ekki í uppnám með ódýrum töfralausnum, sama hvaða nafni þær eru kallaðar.

Læt fylgja með mynd af okkur hjónum á leiðinni niður Esjuna og minni í leiðinni á kosningahátíð okkar sjálfstæðismanna í FG kl 17:30 í dag. Fjölmennum og hefjum lokahnykk baráttunnar af krafti!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“