fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona um tvítugt hefur verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás árið 2022 á vistheimilinu Vinakoti, sem er einkarekið úrræði fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda.

RÚV greinir frá.

Þolandi árásarinnar er Tinna Guðrún Barkardóttir, sem var starfsmaður Vinakots og var við vinnu sína þegar árásin átti sér stað.

Konan sem ákærð er var þá 18 ára og vistmaður á Vinakoti.  Í ákærunni er þess krafist að hún verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Tinna gerir auk þess einkaréttarkröfu um miskabætur upp á fimm milljónir auk vaxta.

DV greindi fyrst frá árásinni sem var hrottaleg og rannsökuð af lögreglu sem stórfelld líkamsárás.

Sjá einnig: Stórfelld líkamsárás á starfsmann Vinakots – Frelsissviptur og beittur hrottalegu ofbeldi

Tinna sagði sögu sína í Kveik á RÚV þann 14. febrúar 2023. Þar gagnrýndi hún að stúlkan var ekki handtekin þegar lögreglan kom á staðinn og var aldrei handtekin, þrátt fyrir að vera orðin 18 ára og málið rannsakað sem meiriháttar líkamsárás og frelsissvipting.

Sjá einnig: Tinna þurfti að læra að ganga á ný eftir hrottalega árás og frelsissviptingu – „Manneskjan finnur að hún hefur vald yfir mér“

Í viðtalinu kom einnig fram að stúlkan var talin vera hættuleg og áttu því alltaf að vera að minnsta kosti tveir starfsmenn með henni. Vegna veikinda starfsfólks var Tinna hins vegar ein á vaktinni og voru þær á leið í búð þegar átökin hófust.

Tinna sagði árásina hafa staðið í um tvær klukkustundir og lýsti henni svo í Kveik:

„Og hún byrjar að hrinda mér upp við vegg þannig að ég byrja svolítið að skella höfðinu í útidyrahurðina. Og manneskjan finnur að hún hefur vald yfir mér. Miklu stærri og sterkari en ég. Svo fer hún með mig inn í herbergi, sem er starfsmannaherbergi inni í íbúðinni og hendir mér þar í sófa sem er inni í herberginu. Og byrjar þar að mæla við – ef hún ýtir í ennið á mér, hvort hún nái að skella með höfuðið á mér í gluggakistuna. Og fyrst gerir hún þetta nokkrum sinnum þannig að ég næ að spyrna á móti. Þá verður hún reið. Hún heldur þarna góðu hendinni minni og tekur af mér símann og hendir honum ofan í klósettið. Þannig að ég er ekki með síma á mér, get ekki látið neinn vita. Eftir þetta fer hún að rífa mig upp á hárinu og berja mér í gluggakistuna. Tekur í báða ökklana á mér og rífur mig líka á lömuðu hendinni fram úr sófanum, dregur mig eftir gólfinu og er að segja við mig að hún sé að niðurlægja mig.“

Árásin ekki talin vinnuslys

Í umfjöllun Kveiks kom fram að árásin taldist ekki vera vinnuslys og stéttarfélagið greiðir því ekki lögfræðikostnaðinn. Tinna greindi einnig frá því að sér hafi gengið illa að fá áheyrn innan heilbrigðiskerfisins.

Varanlegur miski hennar hefur verið metinn 35 stig og varanleg örorka 40%. Afleiðingar árásarinnar voru miklar og var Tinna meðal annars á Reykjalundi þar sem hún lærði að ganga á nýju. Í ákærunni kemur fram að afleiðingar voru þær að starfsmaðurinn hlaut

„áverka í hársverði og á hálsi. Hún var með eymsli yfir vinstra kinnbeini og vinstri neðri kjálka og kjálkalið, eymsli í hnakkavöðvafestum og vöðvum hálshryggjar og skerta hreyfigetu um hálshrygg vegna stífleika.

Hún var með eymsli neðanvert yfir mjóbaki, eymsli á vinstri lærlegg, gat á hljóðhimnu hægra megin, áberandi minnkaðan kraft í vinstri fæti og minnkað snertiskyn í vinstri fæti (helftarlömun) og mar á utanverðum hægri framhandlegg.

Auk þess var hún með klórför og skrámur á hægra handarbaki, bólgu og eymsli á dálkshnyðju, tognun og ofreynslu á axlarlið, lendarhrygg, mjaðmagrind, ökkla, hálshrygg og hné, auk ógleði og heilahristings.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“