fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 09:00

Snorrabraut 63. Mynd: Borg fasteignasala/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins hafa sjö íbúðir af 160 selst á sex þéttingarreitum í Reykjavík síðan í byrjun októbermánaðar. Á þremur þessara reita hefur engin íbúð selst.

Fjallað er um dræma sölu á þéttingarreitum í Morgunblaðinu í dag og meðal annars rætt við Kristinn Geirsson, framkvæmdastjóra félags sem byggði 35 íbúða fjölbýlishúss á Snorrabraut 62. Hann segir að vegna dræmrar sölu hafi íbúðirnar verið teknar úr sölu.

„Við kláruðum að selja ódýrustu íbúðirnar og svo dó þetta. Við höfum sett nánast allar íbúðirnar í leigu og erum hættir að spá í þetta af því að dýrari íbúðirnar seljast ekki. Það er vonlaust að reyna það,“ hefur Morgunblaðið eftir Kristni.

Hann segir einnig að fjárfestar og fjársterkir einstaklingar séu áberandi á markaðnum þessa dagana en þeir séu alltaf í leit að fjárfestingarkostum, til dæmis eignum sem hægt er að leigja í skammtímaleigu.

Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Gunnar Sverri Harðarson, fasteignasölu hjá Remax sem bendir á að á Grandatorgi í Vesturbænum hafi selst 24 af 84 íbúðum síðan sala hófst um miðjan ágúst. Staðan á markaðnum sé þannig að fólk sé að bíða eftir vaxtalækkun Seðlabankans og kosningum.

„Svo myndi ég halda að það færðist fjör í leikinn á nýju ári,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy