Nokkuð hefur borið á umræðum um komandi alþingiskosningar á samfélagsmiðlum. Í einum spjallþræði á Reddit ræða kjósendur ástæður þess að þeir ætli ekki að kjósa tiltekna flokka. Í þræðinum eru nefndir gallar við hvern einasta flokk sem er í framboði þó að skoðanir séu að sjálfsögðu skiptar. DV tók saman dæmi um atriði, sem nefnd eru um hvern einasta flokk sem er í framboði á landsvísu og viðkomandi kjósendur segja gera það að verkum að þeir geti ekki hugsað sér að kjósa viðkomandi flokk.
Flokkur fólksins:
„Mér finnst þau svo mikið skítamix af einhverju, segja bara eitthvað en sumt af því hljómar svo sem vel en treysti þeim ekki alveg.“
„Hræsni.“
„Eins manns framboð sem byggir á popúlisma og reiði.“
Framsóknarflokkurinn:
„Finnst þau ekki standa fyrir neitt.“
„Bændaflokkur sem er enn fastur í fortíðinni. „Byggðastefna“= eyða peningum í verkefni sem engin vill.“
Lýðræðisflokkurinn:
„Trúarlegur íhaldsflokkur.“
„Don’t even get me started.“
Miðflokkurinn:
„Ég er ekki með heilaorma.“
„Sigmundur Davíð og Wintris.“
„Er þetta ekki bara Trumpistar Íslands?“
„LOL.“
Samfylkingin:
„Kristrún og Kvika/skattamálið og fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs.“
„Veit ekki lengur hvað þau standa fyrir, utan að vera á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir.“
Sjálfstæðisflokkurinn:
„Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn því honum er ekki treystandi fyrir peningum.“
„Bjarni og Panamaskjölin.“
„Ekkert nema spilling og eiginn hagsmunir.“
„Hefur verið við völd alltof lengi, klíkuskapur og nepótismi, selja ríkiseignir til vina sinna á undirverði.“
Sósíalistaflokkurinn:
„Ég vil fá þau á þing, en ég er bara ekki alveg þarna.“
„Formaðurinn og málgagnið styðja Pútín og Maduro.“
„Sósíalistaflokkurinn vill skerða réttindi tiltekinna einstaklinga til lýðræðislegrar þátttöku eftir geðþótta.“
„Eins og hann stendur fyrir margt jákvætt eru neikvæðu hliðirnar alltof slæmar, Pútín aðdáandi, virðast ekki fullkláraðar pælingar.“
„Las Marx einu sinni í menntó og heldur að það sé nóg til að bjarga efnahagskerfinu.“
Píratar:
„Of uppteknir af tækni og persónuvernd til að einbeita sér að raunverulegum vandamálum venjulegs fólks.“
Viðreisn:
„Persónulega myndi ég ekki kjósa Viðreisn, því það er stefna þeirra að ganga í Evrópusambandið, og það er nánast ómögulegt að gera slíkt orðið án þess að taka líka upp Evruna. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir óhátt efnahagskerfi að hafa gjaldmiðil sem getur endurspeglað aðstæður þess efnahagskerfis.“
„Einkavæðingarblæti, finnst þau bara vera aðeins skárri og skemmtilegri sjallar.“
„Vilja ganga í ESB og taka upp evruna, og skattpína landsbyggðina með því að gera allan hagnað úr sjávarútveginum upptækan í gegnum uppboð á kvóta.“
„Þorgerður Katrín og kúlulánið.“
„Ætla sér að vera „nýi“ flokkurinn en eru bara útúrsnúnir Sjálfstæðismenn.“
Vinstri græn:
„Treysti þeim ekki lengur. Aumingjar sem gefa eftir sín grunnprinsipp fyrir stólaleik.“
„Svíkja öll sín loforð um umhverfismál um leið og þau komast í ríkisstjórn.“