fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Nefbrotinn á Cafe Catalinu – Rankaði við sér í stórum blóðpolli á gólfinu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 12:30

Skemmtistaðurinn Catalina í Kópavogi. Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að erlendum uppruna var á fimmtudag dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyrir að nefbrjóta annan á skemmtistaðnum Cafe Catalinu í Kópavogi. Hinn nefbrotni hafði ýtt í öxlina á kærustu mannsins.

Atvikið átti sér stað fimmtudagskvöldið 1. desember árið 2022 á skemmtistaðnum, sem er í Hamraborg í miðbæ Kópavogs.

Þolandinn í málinu var mjög ölvaður þetta kvöld og var að ónáða gesti staðarins sem voru að nota spilakassana. Kveikjan að árásinni var sú að hann ýtti í öxlina á kærustu hins erlenda manns. Steig hann þá upp og kýldi hinn drukkna mann sem féll í kjölfarið beint í gólfið.

Lögregla var tilkölluð á staðinn og var ekki hægt að taka skýrslu af þolandanum vegna ölvunar. Maðurinn sem kýldi hann sagðist hafa gert það með hálfkrepptum hnefa og ekki fast.

Nefbrotinn og með kúlu

Viku síðar, þann 8. desember árið 2022, lagði þolandinn hins vegar fram kæru vegna líkamsárásar. Hann hefði verið kýldur og rankað við sér í stórum blóðpolli á gólfinu.

Í læknisvottorði kom fram að maðurinn væri nefbrotinn eftir að hafa verið kýldur á andlitið. En hann fékk einni kúlu aftan á hnakkann við fallið í gólfið.

Eigandi Catalinu staðfesti atburðarásina í símaskýrslu. Það er að þolandinn hafi verið með ögrandi tilburði gagnvart kærustu mannsins sem kýldi hann í kjölfarið. Hann hafi séð þetta í öryggismyndavélakerfinu en ekki náð að vista myndbandið.

Breytti framburðinum

Í skýrslutöku í júní árið 2023 breytti gerandinn framburði sínum og sagði að hann hafi viljað slá þolandann en ekki náð til hans. Hann hefði fallið í gólfið vegna ölvunar. Fyrir dómi sagði hann að þolandinn hafi lamið kærustu hans í bakið eftir að þau fóru að rífast um spilakassa. Aðspurður um hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum sagðist hann hafa rætt við lögreglumennina á ensku og hann væri ekki sterkur í því tungumáli. Það hafi verið ranglega haft eftir honum í lögregluskýrslu að hann hefði kýlt þolandann í andlitið.

Þolandinn viðurkenndi að hafa komið við kærustuna  en hann hafi hvorki slegið hana né meitt. Hann hafi orðið pirraður eftir að þau sökuðu hann um að fikta í spilakassanum þeirra. Þá hafi hann fundið fyrir þungu höggi í andlitið og rotast. Það næsta sem hann mundi var að lögregla og sjúkraflutningamenn voru að hjálpa honum inn í sjúkrabíl.

Sagðist hann ekki hafa verið ofurölvi og myndi greinilega eftir atvikum. Hann hafi verið blár og marinn og ekki getað stundað vinnu í nokkra daga eftir þetta.

Ögrandi háttsemi réttlætti ekki árás

Taldi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sannað að gerandinn hafi veist að þolandanum með ofbeldi og slegið hann með hnefa í andlitið með áðurnefndum afleiðingum. Ástand þolandans og ögrandi háttsemi hafi ekki réttlætt líkamlegt ofbeldi og komi ekki til mildunar. Tafir í málinu komi hins vegar til refsilækkunar, en ákæra var ekki gefin út fyrr en 21. maí á þessu ári.

Var maðurinn dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða um eina og hálfa milljón í málskostnað og þolandanum 400 þúsund krónur í skaðabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi