Í júní var greint frá því að kakkalakkar hefðu dreift sér um nýrnadeild Landspítalans, en það gerðist eftir að erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Meindýraeyðir var fenginn í málið og var talið að búið væri að ráða niðurlögum plágunnar.
Um var að ræða þýskættaða kakkalakka en umræddur ferðamaður var að koma frá Afríku.
Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Guðmundur Þór Sigurðsson, deildarstjóri fasteigna á LAndspítalanum, að svona gerist alltaf þegar svona kemur upp. „Það tekur tíma að útrýma öllum litlum afkvæmum,” segir hann en tekur fram að ekki sé um neinn faraldur að ræða og fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af starfsemi spítalans.