fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 17:30

Þorleifur og Oddrún hvetja stjórnvöld til að grípa inn áður en skaðinn verði óbætanlegur. Mynd/Reykás

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmagnsverðið hjá garðyrkjubændum á Suðurlandi hefur hækkað um fjórðung á aðeins hálfu ári. Nýir eigendur garðyrkjustöðvarinnar Reykáss í Hrunamannahreppi segja að hækkanirnar hafi bein áhrif á verðlag grænmetis á Íslandi og hvetja stjórnvöld til að taka á málinu áður en skaðinn verði óbærilegur.

„Það er með talsverðum þunga sem við, sem nýir eigendur Garðyrkustöðvarinnar Reykás setjum þessar línur saman,“ segja þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir og Þorleifur Þorri Ingvarsson í færslu um miklar raforkuverðshækkanir á árinu.

„Við tókum við rekstrinum fyrir tæpum sex mánuðum síðan, full bjartsýni og með vonir um að geta byggt ofan á langa hefð garðyrkjubænda, þar sem íslenskt grænmeti var ræktað af alúð og ábyrgð af fyrri eigendum stöðvarinnar. Hins vegar hefur raunveruleikinn verið á annan veg,“ segja þau. „Á þeim stutta tíma sem við höfum staðið í rekstrinum hefur raforkan – ein af grunnstoðum garðyrkju á Íslandi – hækkað um 25%. Slíkar hækkanir, sem eru jafnframt algjörlega utan okkar valdsviðs, hafa bein áhrif á framleiðslukostnað. Við spyrjum: Er þetta virkilega raunin? Á hverjum bitnar þetta?“

Hærra verð til neytenda

Raforka á íslenskum markaði er boðin upp á uppboðsmarkaði og hæstbjóðandi, hver sem hann er, fær orkuna. Verðið hjá smásölufyrirtækjunum er mjög svipað. Stórnotendur eins og stóriðjufyrirtæki og gagnaver eru hins vegar á sérstökum samningum.

Reykás var stofnað árið 1998 af Sólveigu Sigfúsdóttur og Reyni Jónssyni. Oddrún og Þorleifur keyptu stöðina í vor. Fyrirtækið er með 5 þúsund fermetra gróðurhús og sérhæfir sig í ræktun á salati, gúrkum og tómötum á lífrænan hátt.

Oddrún og Þorleifur segja þessar miklu hækkanir á raforkuverði gera garðyrkjubændum erfitt fyrir að halda uppi samkeppnishæfu verðlagi á íslensku grænmeti.

„Lokaniðurstaðan er augljós – hækkandi rekstrarkostnaður skilar sér beint í hærra verði til neytenda. Er það markmið okkar að gera íslenskt grænmeti að munaðarvöru í staðinn fyrir að efla innlenda framleiðslu sem styður við sjálfbærni og fæðuöryggi landsins?“ spyrja þau.

Fólk þori ekki að taka við keflinu

Nefna þau einnig að þessi staða valdi miklum erfiðleikum þegar komi að kynslóðaskiptum í greininni. Ekki sé auðvelt að taka við rekstri þegar áskoranirnar séu jafn miklar og þær eru í dag. Margir kynnu að líta á að það væri of áhættusamt að taka við garðyrkjustöð sem á endanum þýði að fækki í greininni. Spyrja þau hvað verði eiginlega um íslenska garðyrkju þá.

„Við vonumst til þess að stjórnvöld og aðrir ábyrgir aðilar taki á þessu máli með alvöru og ábyrgð, áður en skaðinn verður óbætanlegur,“ segir Oddrún og Þorleifur. „Án raunhæfra lausna gætum við átt á hættu að missa ekki aðeins af dýrmætum grænum sprotum heldur einnig af heilli framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu.“ Þau segjast þó halda ótrauð áfram og séu langt frá því að vera af baki dottin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“