fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Stefán Einar steinhissa eftir viðtal við Vilhjálm í gærmorgun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður og þáttastjórnandi á Morgunblaðinu, er ómyrkur í máli í garð Vilhjálms Þorsteinssonar, fjárfestis og fyrrverandi gjaldkera Samfylkingarinnar, eftir viðtal við hann í Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun.

Vilhjálmur, sem er í hluthafahópi Heimildarinnar og var einn af eigendum Kjarnans, ræddi þar mál Þórðar Snæs Júlíussonar, fjölmiðlamanns og frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, en óhætt er að segja að gustað hafi um Þórð Snæ síðustu daga eftir að fjallað var um lítt geðsleg skrif hans á bloggsíðu fyrir margt löngu. Þórður Snær tilkynnti svo um helgina að hann myndi ekki taka sæti á Alþingi ef hann næði kjöri, en hann skipar þriðja sætið á lista Samfylkingar í Reykjavík norður.

Mildur dómur

„Þetta viðtal verður lengi í minnum haft, ekki síst fyrir það hversu mildan dóm Vilhjálmur felldi yfir vini sínum og samstarfsmanni til síðustu 10 ára. Meðferðin var næstum alveg hin sama og aðrir samferðamenn Vilhjálms hafa notið á síðustu árum þegar upp hafa komið áleitin mál og umdeild…….. eða hvað,“ spyr Stefán Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og bætir við að í viðtalinu hafi Vilhjálmur viljað meina að atburðarásin nú væri í boði „áróðursdeildar“ hægrisins eða Sjálfstæðisflokksins sem staðsett væri í Hádegismóum og að þar væri glatt á hjalla við þau málalok sem nú blasa við. Þessu hafnar Stefán Einar.

„Í fyrsta lagi skal það tekið fram að það hlakkar ekki í heiðvirðu fólki við aðstæður sem þessar, jafnvel þótt einhverjum kunni að finnast niðurstaðan réttmæt. Og í öðru lagi er forvitnilegt að skyggnast inn í hugarfylgsni manns sem hefur fjármagnað svokallaðan „fjölmiðil“ síðustu ár og lýsir nú starfi Morgunblaðsins við að upplýsa almenning sem áróðursstarfi. Þessi sami maður hefur fjármagnað menn sem lítið annað gert en að hundelta fólk sem ekki hefur verið hluti af rétttrúnaðarkirkju Samfylkingarinnar síðustu 20 árin eða svo, fjallað um ummæli þeirra, bæði opinber og í einkaskilaboðum og gert allt til þess að ýta þessu sama fólki út á ystu nöf samfélagsins,“ segir Stefán Einar og bætir við:

„Vilhjálmur staðfesti með orðum sínum hvaða augum hann lítur fjölmiðla og það eitt og sér gerir hann algjörlega vanhæfan til að koma nærri alvöru fjölmiðlum.“

Fráleitt að láta eins og um bernskubrek hafi verið að ræða

Stefán Einar fer svo yfir mál Þórðar Snæ og bætir við að upplýst hafi verið um það í Spursmálum í liðinni viku, þætti sem hann stýrir sjálfur og hefur vakið töluverða athygli og umræðu.

„Það er fréttnæmt að réttlætisriddari, sem tekið hefur sér mikið pláss í opinberri umræðu sem slíkur allt frá þeim tíma þegar greinarnar sem hér um ræðir birtust á vefnum, skuli gangast við þessum skrifum. (Hann hóf blaðamannsferilinn 2005). Hann hefur meðal annars notið gríðarlegs aðgengis að miðlum Ríkissjónvarpsins og Ríkisútvarpsins og þegið greiðslur fyrir að gaslýsa samfélagið vikulega á þess vegum. Þar hafa dómarnir ekki verið sparaðir,“ segir Stefán Einar og bætir við að Þórður hafi áður látið að því liggja að hann hafi ekki verið höfundur þessara skrifa.

„Það gerði hann í samskiptum við kollega sína, blaðamenn á Vísi árið 2007! Hann með öðrum orðum laug að, eða afvegaleiddi fjölmiðla með viðbrögðum sínum á þeim tíma.“

Að mati Stefáns er fráleitt að láta eins um og einhver bernskubrek sé að ræða sem ekki eiga erindi inn í umræðuna á þessum tímapunkti.

„Að halda því fram að hann sé gjörbreyttur maður nú og beri því ekki ábyrgð á því sem þarna birtist er enn fráleitara. Hann var kominn í stjórn UN Women!, sjö árum eftir að málið þar sem hann réðist af fullkomnu vægðarleysi á Rannveigu Rist komst í hámæli. Það segir sína sögu,“ segir hann og bætir við að enginn hafi krafist þess að Þórður SNær yrði rekinn af lista Samfylkingarinnar.

„Enginn, sem máli skiptir, krafðist þess að hann yrði „sviptur“ lífsviðurværi sínu eins og það var svo hátíðlega orðað á Sprengisandi, í sprenghlægilegri tilraun til þess að fórnarlambavæða Þórð Snæ,“ segir hann og spyr svo hvað hafi orðið til þess að Þórður Snær ákvað að stíga til hliðar.

„Fyrir því var bara ein ástæða“

„Var það hinn svakalega ósanngjarni fréttaflutningur? Var það opinber krafa eða fordæming á manninum? Nei. Fyrir því var bara ein ástæða. Kannanir Gallup, sem Samfylkingin styðst við í baráttu sinni, sýndu að flokkurinn tók á sig bylmingshögg vegna málsins. Fylgið hrundi af flokknum og hélt áfram að gera eftir því sem tíminn leið. 8 prósentustig hjá konum og 3 stig hjá körlum. Samanlagt 5 prósentustig!“

Stefán Einar segir að lokum að menn „rembist nú eins og rjúpan við staurinn“ að líkja skrifum Þórðar Snæs saman við uppákomuna á Klausturbar um árið.

„Þar gleymist að þau orð sem þar féllu voru ekki ætluð til opinberrar birtingar, ólíkt bloggskrifunum fyrrnefndu. Þau voru sögð í hópi vina sem töldu sig vera prívat en voru það ekki. Ummælin voru ámælisverð en margt er sagt í leynum sem ekki yrði sagt opinberlega. Það vita allir og viðurkenna. En skrif Þórðar voru opinber. Þeim var beinlínis útvarpað á internetinu. Og það sem meira er. Þau voru rituð undir dulnefni. Og af hverju ætli það hafi verið? Það var vegna þess að þau voru fest á blað, vitandi vits. Þar var enginn óviti á ferð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“