Báðir mannanna hafa komið við sögu lögreglu áður og neituðu gistiskýli Reykjavíkurborgar að taka á móti þeim þeir þar sem hinn var ekki „gjaldgengur“ og hinn í banni.
Þetta kemur fram í skeyti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Þar kemur fram að báðir mennirnir hafi óskað eftir því að komast í klefa á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og var þeim veitt skjól þar yfir nóttina þar sem mjög kalt er úti.
Lögregla fékk svo tilkynningu um árásarboð úr matvöruverslun í miðborginni. Að sögn starfsmanna ætlaði einstaklingur að stela matvöru úr versluninni en var stöðvaður af starfsmanni. Kýldi maðurinn þá starfsmanninn og fór út úr versluninni með matvöruna. Leit lögreglu að manninum bar ekki árangur.