fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 21:19

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í kvöld varð alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, skammt frá Þrastarlundi.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að árekstur hafi orðið milli tveggja bifreiða. Alls voru sex aðilar í slysinu.

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu til Reykjavíkur en aðrir fluttir með sjúkrabifreiðum á heilbrigðisstofnanir. Auk lögreglu, sjúkraliðs og Landhelgisgæslu komu Brunavarnir Árnessýslu einnig að verkefninu.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu segir í tilkynningunni.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búið er að loka Biskupstungnabraut við Þrastarlund vegna slyssins. Búist er við því að lokunin muni standa í talsverðan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi