fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Telja sig hafa orðið fyrir byrlun á sama staðnum með viku millibili

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 16. nóvember 2024 09:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær konur telja sér hafa verið byrlað á barnum The English Pub við Austurstræti í Reykjavík.

Um er að ræða tvö mismunandi tilfelli. Fyrra atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 2. nóvember, stuttu eftir miðnætti. Seinna atvikið, sem DV veit um, átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 10. nóvember.

Báðar konurnar voru með vinkonum sínum, sem tóku sem betur fer eftir breyttu ástandi kvennanna og hjálpuðu þeim heim. Þær leituðu sér hvorug læknisaðstoðar en öll einkenni benda til byrlunar. Þær urðu meðvitundarlausar eða meðvitundarlitlar, áttu erfitt með að hreyfa líkamann og töluðu óskýrt. Það var eins og það hafi slökknað á þeim og þær muna ekkert eftir kvöldinu.

Næstu daga á eftir voru þær báðar mjög veikar, köstuðu upp og voru lengi slappar.

Hvað er Byrlun?

Byrlun er þegar einhver gefur annarri manneskju lyf, áfengi eða vímuefni án hennar samþykkis eða vitundar.

Á vef 112 kemur fram að „fólk veit yfirleitt ekki sjálft að því hefur verið byrlað, af því einkennum svipar oft til of mikillar áfengisneyslu eða ofþreytu. Vísbendingar um byrlun gætu verið að manneskjan: Veit ekki hvernig hún komst þangað sem hún er, man ekki eftir hvað hefur gerst og er marga daga að jafna sig líkamlega.“

Óþægilegt að vita ekki

Önnur konan segir að það sé óþægilegt að vita ekki fyrir vissu hvað gerðist, en allt bendi til byrlunar. Hún var á staðnum með vinkonu sinni eftir hóflega drykkju og var að eiga í eðlilegu samtali  þegar allt í einu slökknaði á henni og hún fór að kasta upp. Hún segir að það hafi verið eins og hún hafi sofnað og svo man hún bara eftir að hafa vaknað í eigin rúmi.

Hún segir að þetta hafi verið mjög óhugnanleg upplifun en hún telji sig heppna að það hafi ekki farið verr. Eftir að hafa rætt við vinkonur og aðrar konur komst hún að því að hennar reynsla sé algeng og því miður komast ekki allar öruggar heim eins og hún.

Hvorug konan hafði samband við staðinn, en DV fékk leyfi til að hafa samband fyrir þeirra hönd.

„Það er ekki staður hérna inni sem er ekki í upptöku“

DV hafði samband við The English Pub og ræddi við Gunnar vaktstjóra staðarins.

„Það er ekki búið að hafa samband við okkur og lögreglan hefur ekki haft samband við okkur. Við erum með myndavélakerfi hérna, það er ekki staður hérna inni sem er ekki í upptöku,“ sagði hann.

Aðspurður hvort hann viti til þess að staðurinn hafi fengið ábendingar um hugsanlegar byrlanir síðastliðið ár sagði Gunnar:

„Ekkert svona hreint og beint, nei. Þetta er bara þekkt vandamál, því miður, í þessum skemmtistaðaheimi, að svona atvik komi upp. En ekkert sem ég hef orðið var við hér.“

Gunnar sagðist ekki hafa aðgang að myndavélunum þegar DV spurði hvort að hægt væri að skoða upptökur en benti á annan starfsmann. Sá starfsmaður svaraði ekki símtali blaðamanns en reynt verður áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“