fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Segir alla geta lært af máli Þórðar Snæs

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2024 15:30

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar og frambjóðandi Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart hefur verið sótt að Þórði Snæ Júlíussyni fjölmiðlamanni og frambjóðanda Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum vegna um 20 ára gamalla bloggfærslna hans. Færslurnar einkenndust meðal annars af mikilli kvenfyrirlitningu og hefur Þórður Snær hlotið mikla gagnrýni fyrir ekki síst í ljósi harðrar gagnrýni hans sjálfs síðar meir á einstaklinga sem hafa látið slík viðhorf út úr sér eða verið sakaðir um að hafa sýnt af sér kvenfyrirlitningu á annan hátt. Þórður Snær hefur beðist afsökunar og sagt að hann hafi þessi viðhorf ekki lengur en hans hörðustu gagnrýnendur segja það ekki nægja. Aðrir hafa aftur á móti sagt málið allt einkennast af dómhörku. Þórður Snær tilkynnti síðan um hádegisbilið í dag að hann myndi afþakka þingsæti nái hann kjöri. Einn aðili sem oft hefur hlotið gagnrýni frá Þórði Snæ fyrir störf sín, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veltir því aftur á móti fyrir sér hvort samfélagið allt geti ekki lært af málinu.

Að vera með munninn sífellt opinn

Þetta er meðal umræðuefna í viðtali Frosta Logasonar við Bjarna í þættinum Spjallið á efnisveitunni Brotkast eins og sjá má í stiklu með hluta þáttarins sem er öllum aðgengileg á Youtube en þess ber að geta að viðtalið var tekið áður en Þórður Snær tilkynnti að hann muni ekki þiggja þingsæti nái hann kjöri.

Bjarni segir málið greinilega hafa verið Þórði Snæ og Samfylkingunni þungbært:

„Mér hefur stundum fundist sem að pendúllinn eigi til að sveiflast út á jaðrana í íslensku samfélagi og þá fóru margir á þann vagn á tímabili. Fordæma eitt og annað og á endanum var bara allt orðið ómögulegt. Menn sitja þá bara uppi með það sjálfir að skýra það hvernig þeir líta út í ljósi til dæmis svona upplýsinga með alla sína þungu dóma yfir öðru fólki. Eigum við ekki bara öll að taka þetta dálítið til okkar? Spyrja okkur hvernig gott er að lifa lífinu og hversu skynsamlegt er að vera með munninn sífellt opinn og vera að dæma annað fólk eða vera sífellt að senda út skilaboð um það hvað aðrir eru ómögulegir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni