fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Kristrún neglir niður vextina í bókstaflegri merkingu – Myndband

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. nóvember 2024 16:51

Skjáskot/Facebook-síða Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin hefur sent frá sér nýtt kosningamyndband þar sem formaðurinn Kristrún Frostadóttir tekur sér sleggju í hönd og sýnir á afar myndrænan hátt að flokkurinn ætli sér að ná niður vöxtum með því að bókstaflega negla þá niður. Í myndbandinu skýtur hún einnig á Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra og ýjar að því að hann hafi verið máttlítill við að ná niður vöxtum.

Með henni í myndbandinu er Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem skipar 3. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum sem verða 30. nóvember. Þau ganga inn á byggingarsvæði og Kristján spyr:

„Hvað ætlum við að gera við þessa vexti?“

Þau koma þá að múrsteini sem á að tákna hversu lágt vaxtastigið var fyrir síðustu alþingiskosningar, 2021. Kristrún segir þá við Kristján:

„Fyrir síðustu kosningar þá voru vextirnir hérna og Bjarni sagði að þeir yrðu áfram hérna.“

Síðan ganga þau áfram og Kristrún segir Kristjáni enn frá:

„Síðan misstu þau alla stjórn. Ömurlegt fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu.“

Kristján spyr þá hvernig Samfylkingin ætli að lækka vexti.

Þá eru þau komin að stórum stafla af múrsteinum sem eru auk þess stærri en steinninn sem þau skoðuðu fyrst. Staflinn á bersýnilega að tákna hversu mikið vextir hafa hækkað. Kristrún svarar því næst spurningu Kristjáns á beinskeyttan hátt:

„Með því að negla niður vextina.“

Sleggjan hans Bjarna

Kristrún biður því næst Kristján að rétta sér sleggju en hann réttir henni venjulegan hamar. Kristrúnu finnst það augljóslega ekki duga og spyr:

„Kristján, er þetta sleggjan hans Bjarna?“

Kristján svarar því játandi.

Má líklega túlka þetta sem gagnrýni á það sem Samfylkingin telur vera máttleysi Bjarna í baráttunni við vextina.

Kristrún tekur þá upp stóra sleggju sem á væntanlega að tákna að það dugi ekkert hálfkák við að ná niður vöxtum. Hún tekur til við brjóta múrsteinastaflann, táknmyndina fyrir vaxtastigið, með sleggjunni og leggur hana síðan frá sér og segir við Kristján:

„Svona ætlum við að negla niður þessa vexti.“

Myndbandið á má sjá hér að neðan á Facebook-síðu Samfylkingarinnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“