fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Þórður Snær fór mikinn í Metoo-byltingunni og fordæmdi klefamenningu í knattspyrnuheiminum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alræmd bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar frá árunum 2004 til 2007, sem afhjúpuð voru í þættinum Spursmál á mbl.is, hafa verið eitt helsta fréttaefni vikunnar. Skrifin, sem m.a. einkennast af kvenfyrirlitningu, útlitssmánun og klámdýrkun, þykja vera langt á skjön við þau viðhorf sem einkennt hafa skrif og allan málflutning Þórðar Snæs á undanförnum árum.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit

Áður hefur verið bent á harðorða grein Þórðar Snæs frá árinu 2019 þar sem hann gagnrýnir harkalega að þingmenn Miðflokksins hafi ekki verið látnir sæta ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Í niðurlagi pistilsins sagði hann:

„En stóri lær­dóm­ur­inn sem er fal­inn í Klaust­urs­mál­inu finnst ekki í fram­ferði Mið­flokks­manna. Hann er fólginn í því að nú er stað­fest að svona hegðun – það sem sagt var á Klaustri og við­brögð þeirra sem það sögðu – hefur engar raun­veru­legar afleið­ing­ar. Alþingi og þeir flokkar sem þar sitja bera sam­eig­in­lega ábyrgð á því að hafa ekki ráðið við verk­efnið að auka traust á mik­il­væg­ustu stjórn­sýslu­ein­ingu lýð­veld­is­ins. 

Þeir hafa sýnt það svart á hvítu, með því að leyfa Mið­flokknum að vinna með frekju, yfir­gangi og ömur­leg­heit­um, að allir íslensku stjórn­mála­flokk­arn­ir, ekki bara Mið­flokk­ur­inn, eru hluti af vanda­mál­inu, en alls ekki lausn­in.“

Bloggskrif Þórðar Snæs hafa verið talin hluti af eitraðri karlamenningu sem töluvert kvað að úr aldamótunum. Skrif af viðlíka tagi, t.d. eftir Gilzenegger, hafa verið fordæmd og talin ýta undir kvenfyrirlitningu og jafnvel ofbeldi gegn konum. Ofbeldi gegn konum var Þórði Snæ hugleikið í Metoo-byltingunni árið 2021, ekki síst í tengslum við umfjöllun um kynferðisbrot þekktra knattspyrnumanna sem þá var áberandi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Eitruð klefamenning í knattspyrnunni

Þórður Snær birti langan og harðorðan pistil um Metoo-mál knattspyrnuhreyfingarinnar í lok ágúst árið 2021. Þar lýsti hann eitraðri klefamenningu í knattspyrnuhreyfingunni sem stuðlaði að kvenfyrirlitningu. Þar sagði meðal annars:

„Sögu­sagnir um hegðun og meint ofbeld­is­brot sumra lands­liðs­manna þjóð­ar­innar hafa grass­erað árum sam­an. Sögu­sagnir um gróft heim­il­is­of­beldi, staf­ræn kyn­ferð­is­brot, nauðg­anir og jafn­vel brot gegn barn­ungum stúlk­um. Þessi strák­ar, gull­drengirnir sem komu litla íslenska lands­lið­inu á EM og HM, áttu að eiga sér skugga­hlið­ar. Hvíslað var um að innan KSÍ hafi verið vit­neskja um ýmis­legt sem leik­menn­irnir áttu að hafa gert, og að sumt hafi verið framið á meðan að þeir voru í lands­liðs­ferðum á vegum sam­bands­ins,

Fórn­ar­lömb áttu að vera búin að fara í við­töl við stóra íslenska fjöl­miðla þar sem opin­bera átti allt. Til áttu að vera óyggj­andi sann­an­ir, jafn­vel mynd­bands­upp­tök­ur, sem sönn­uðu sekt þeirra. Og svo fram­veg­is.“

Hann segir að þrátt fyrir þessar sannanir hafi lítið orðið úr afhjúpunum. Sakaði hann íþróttafréttamenn um að eiga þátt í að mynda verndarhjúp yfir gerendum úr röðum knattspyrnumanna. Hann sakaði einnig KSÍ um að hylma yfir með ofbeldismönnum.

Um þetta leyti hafði Guðni Bergsson stigið til hliðar sem formaður KSÍ vegna ósanninda um ofbeldismál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumanns. Þórður fór yfir það í grein sinni en sagði að Guðni væri ekki vandamálið heldur klefamenningin:

„Þótt Guðni Bergs­son hafi tekið rétta ákvörðun með að segja af sér, og axla þar með ábyrgð á mis­tökum sínum og þeirrar hreyf­ingar sem hann leiddi, þá leysir sú afsögn ekki vanda­mál­ið. Guðni Bergs­son er ekki vanda­málið þótt hann hafi unnið hjá því í nokkur ár. Vanda­málið er ömur­leg klefa­menn­ing sem hyllir ofbeld­is­menn, lítur niður á konur og upp­hefur eitr­aða karl­mennsku. Hún hefur við­geng­ist í ára­tugi og á henni ber Guðni Bergs­son ekki einn ábyrgð. For­ysta íslenskrar knatt­spyrnu­hreyf­ingar í heild á stóra hlut­deild í henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður

Samfylkingin gagnrýnir auglýsingu á vef Hafnarfjarðar harkalega – Hleypi illu blóði í viðræður
Fréttir
Í gær

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður

Ráðgjafi Trump segir að Zelenskyy verði að sætta sig við að Krímskagi sé tapaður
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar