Tvær nýjar skoðanakannanir á fylgi flokkanna voru birtar í dag. Annars vegar frá Gallup og hins vegar frá Prósent. Þar má sjá nokkuð ólíkar niðurstöður en könnun Gallup nær yfir lengra tímabil en könnun Prósents.
Niðurstöður Gallup eru eftirfarandi:
Niðurstöður Prósents, sem voru kynntar í Spursmálum rétt í þessu:
Eins og sjá má mælist fylgi Flokks fólksins það sama í báðum könnunum sem og Lýðræðisflokksins. Framsókn er á svipuðum stað en það munar 0,3 prósentum á könnununum. Hvað varðar Sjálfstæðisflokk og Viðreisn er munurinn þó töluverður. Annars vegar er Viðreisn með 21,5% en hins vegar með 15,5% og Sjálfstæðisflokkurinn mælist hjá Gallup með 16,4% en aðeins 12% hjá Prósent. Nokkur munur er eins á fylgi Pírata sem mælast hjá Gallup með 5,5% en svo með aðeins 3,4% hjá Prósent. Prósent mældi ekki fylgi fyrir Ábyrga framtíð.