fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Lýsa yfir andstyggð á framgöngu Bakkavararbræðra – Greiddu sér 28 milljarða í arð á meðan starfsfólk á ekki fyrir mat

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2024 14:17

Mynd frá heimsókn fulltrúa Unite the Union til Eflingar. Mynd/Efling

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Eflingar samþykkti á stjórnarfundi sínum ályktun um framgöngu svokallaðra Bakkavararbræðra í Bretlandi en Efling lýsir yfir skilyrðislausum stuðningi við félaga sína í breska stéttarfélaginu Unite the Union. Segir í ályktun að íslenskir milljarðamæringar á Íslandi séu nú að maka krókinn á sama tíma og starfsfólk í breskum verksmiðjum þurfi að leita til hjálparstofnana eftir mat. Efling fordæmir framgöngu Bakkavararbræðra, Lýðs og Ágústar Guðmundssonar, gegn starfsfólki í verksmiðjum Bakkavarar í Bretlandi.

700 félagar Unite the Union í verksmiðju Bakkavarar í Spalding á Englandi hafa nú verið í verkfalli í 7 vikur. Krafa þeirra er skýr – mannsæmandi kjör. Bakkavararbræður eru sakaðir um að greiða þeim fátæktarlaun sem dugi ekki fyrir framfærslu. Í staðinn fyrir að verða við hófsömum kröfum starfsmanna hafi verksmiðjan ítrekað gerst sek um verkfallsbrot með því að fá starfsmenn úr öðrum verksmiðjum til að ganga í störf verkfallsfólks.

Lýður og Ágúst Guðmundssynir eiga rúmlega helmings hlut í Bakkavör og eru ofarlega á lista yfir ríkustu Íslendinga. Þeir voru í 320. sæti á lista The Sunday Times yfir ríkasta fólkið í Bretlandi árið 2020. Þeir voru umsvifamiklir í fjárfestingum fyrir efnahagshrunið 2008 en þá tóku kröfuhafar yfir Bakkavör. Bræðurnir héldu þó áfram um stjórnartauma og eignuðust svo aftur meirihluta í félaginu 2016 og skráðu þá fyrirtækið á markað í Bretlandi.

Ályktun stjórnar Eflingar:

„Á meðan íslenskir milljarðamæringar maka krókinn þarf starfsfólk í breskum verksmiðjum í þeirra eigu að leita á náðir hjálparstofnana til að fæða sig og fjölskyldur sínar. Stjórn Eflingar stéttarfélags fordæmir framgöngu þeirra Bakkavararbræðra, Lýðs og Ágústs Guðmundssona, gegn starfsfólki í verksmiðjum Bakkavarar í Bretlandi. Á sama tíma lýsir stjórnin skilyrðislausri samstöðu sinni og stuðningi við félaga sína í breska stéttarfélaginu Unite the Union, sem nú hafa verið í verkfalli svo vikum skiptir til að krefjast bættra kjara.

Yfir 700 félagar í Unite the Union í verksmiðju Bakkavarar í Spalding í Englandi hafa nú verið í verkfalli í sjö vikur. Þeir krefjast mannsæmandi kjara, en þau laun sem Bakkavör greiðir eru fátæktarlaun, sem duga hvergi nærri fyrir framfærslu. Unite the Union hefur krafist hófsamra launahækkana fyrir félaga sína en Bakkavör virðir þær kröfur að engu. Þess í stað gerir fyrirtækið sig sekt um ítrekuð og yfirstandandi verkfallsbrot með því að fá fólk úr öðrum verksmiðjum sínum til að ganga í störf verkfallsfólks. Stjórn Eflingar lýsir ímugust sinni á þeirri framgöngu stjórnenda margmilljarða samsteypunnar.

Á sama tíma og félagar Eflingarfólks í Bretlandi hafa þurft að standa tólf tíma vaktir á hrollköldu verksmiðjugólfi við erfiðisvinnu, fyrir smánarlaun, sitja stjórnendur Bakkavarar í skrifstofum sínum og hirða hundraðföld laun á við fólkið á gólfinu.

Eigendur fyrirtækisins, Bakkavararbræðurnir Lýður og Ágúst og aðrir sem eiga Bakkavör á móti þeim, hafa þá greitt sér út úr fyrirtækinu sem nemur 28 milljörðum króna á síðustu fimm árum. Þeir ljá hins vegar ekki máls á því að greiða þeim sem raunverulega skapa verðmætin, hagnaðinn, annað en fátæktarlaun.
Stjórn Eflingar stéttarfélags lýsir andstyggð sinni á þessari framgöngu fulltrúa auðstéttarinnar í garð verkafólks. Efling stendur einörð með félögum sínum í Unite the Union og þeirra sanngjörnu og réttmætu kröfum. Efling mun beita því afli sem unnt er til að styðja við og styrkja breska félaga sína í baráttu sinni gegn auðkýfingunum íslensku, með ráðum og dáð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“