fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Hræsni Þórðar Snæs og ófullnægjandi afsökunarbeiðni sameinar ólíklegasta fólk – „Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert lát virðist vera á umræðum um níðskrif fjölmiðlamannsins Þórðar Snæs Júlíussonar sem komu upp á yfirborðið í vikunni, Skrifin sem voru verulega ógeðfelld og voru uppfull af kvennhatri og fordómum gegn minnihlutahópum áttu sér stað yfir rúmlega fjögurra ára tímabil, árin 2003- 2007, þegar að Þórður Snær var 23 ára gamall háskólanemi í Skotlandi og allt þar til hann var orðinn 27 ára blaðamaður á Íslandi.

Aðeins örlítið brot af blogginu aðgengilegt

Athygli hefur verið vakin á því að aðeins hefur verið hægt að endurheimta örlítið brot af skrifunum á bloggsíðunni. Miðað við hatrið og fúlmennskuna sem drýpur lesa má úr hverri færslu þar þá má nánast slá því föstu að yfir fjögurra ára tímabil hafi Þórður Snær skrifið ótrúlegt magn af eitruðum færslum um nafngreinda aðila.

Þá virðist hann ekki hafa skammast sín á nokkurn hátt fyrir skrifin því að í minnsta kosti í einni færslu upplýsir hann sjálfur hver haldi á penna bak við dulnefnið Þýska stálið en greinilegt er að það er viðbragð við því að eitthvað af skrifunum hafi fallið í grýttan jarðveg á sínum tíma.

Hræsnin sameinar ólíklegasta fólk

Hvenær bloggið eitraða lauk göngu sinni liggur ekki fyrir en það sem virðist fara mest í taugarnar á samfélagsrýnum er sú kúvending Þórðar Snæs að hann tók sér síðan einskonar dómarahlutverk í íslensku samfélagi og hefur ritað ógrynni pistla og skoðanagreina þar sem hann krefst þess að hinir og þessir í þjóðfélaginu axli ábyrgð í hinum og þessum málum.

Þessi augljósa hræsni hefur nú gert það að verkum að ólíklegasta fólk er nú orðið sammála um mál ritstjórans fyrrverandi. Frosti Logason og Sóley Tómasdóttir, sem eru á eins öndverðum meiði í lífsskoðunum og hugsast getur, stigu bæði fram í dag og fordæmdu hegðun Þórðar Snæs.

Ósátt við að reynt sé að fela sig á bak við bernskubrek

Sóley skrifaði færslu á vefsíðu sína þar sem hún gagnrýnir meðal annars afsökunarbeiðni Þórðar Snæs sem kom fram áður en uppljóstrað var um umfang níðskrifanna.

„Í vikunni gekkst Þórður Snær Júlíusson við ljótum skrifum á bloggsíðu fyrir 20 árum. Skrifin voru þess eðlis að Kristrúnu Frostadóttur leið eins og hún hefði verið kýld í magann þegar hún las þau. Hjá mér rifjaðist upp óttinn og vanlíðanin frá þessum tíma, þegar níðskrif um mig voru daglegt brauð. Þegar ég var alla daga hrædd um að nafnlausir níðskrifarar eltu mig uppi í raunheimum. Á þessari síðu er líklega eitthvað að finna um mig, en ég hef hreinlega ekki haft kjark til að tékka á því.

Það er því eitt að Þórður Snær hafi í forréttindafirringu sinni skrifað þessar færslur. Hitt er hvernig hann biðst afsökunar á þeim í dag. Á meðan ég, Kristrún og fjölmargar aðrar konur upplifa mikla vanlíðan við upprifjun skrifanna, afgreiðir hann þau sem heimskulegt bernskubrek sem hann skammist sín svo sem fyrir, en beri ekki að taka alvarlega. Þetta viðbragð er til marks um algera forréttindafirringu gagnvart veruleika kvenna í samfélagi kvenhaturs og sinnuleysi gagnvart andrúmsloftinu sem hann tók þátt í að viðhalda á þessum tíma og olli fjölda kvenna skaða til lengri tíma.

Skrif viðhalda virðingarleysi gagnvart konum og skapa ótta og vanlíðan meðal þeirra er ekki hægt að afskrifa bara sem heimskulegt bernskubrek,“ skrifaði Sóley.

„Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði“

Frosti tók málið fyrir í nýjasta þætti Harmageddon á streymisveitunni Brotkast.

„Bíddu, heyrði ég einhvern tala um hræsni,“ sagði Frosti í upphafi eldræðu sinnar.

„Hefur Þórður Snær ekki verið fremstur í stafni hinnar göfugu cancel-kúltúrsbylgju síðustu ára? Yfirlýstur karlfeministi sem ítrekað hefur farið fram á að hausar fái að fjúka þar sem hans eigin siðferðisviðmiðum hefur verið misboðið. Kemur síðan í ljós að sjálfur hafi hann á sínum tíma fóstrað svo skelfilegar hugmyndir um kvenþjóðina alla í heild sinni að grínkarakterinn Gilzenegger verður eins og lítill leikskóladrengur í samanburði. Hverjum hefði dottið það í hug? Á tímum þar sem menn eru uppnefndir karlrembur og kvenhatarar fyrir málefnalega gagnrýni á fyrirbæri eins og kynjakvóta og jafnlaunavottun, þá þykir allt í einu í lagi að frambjóðandi Samfylkingarinnar hafi opinberað hrópandi bónafæd stæka kvenfyrirlitningu í ítrekuðum bloggfærslum. Að vísu fyrir meira en áratug síðan en þar er alveg fersk nýlenda fyrir mér að Cancel-hreyfingin virði mönnum það til tekna,“ sagði Frosti vígreifur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Móðir barns með fötlun sendir forystu KÍ opið bréf – „Þeir sjá bróður sinn þjást og vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa“

Móðir barns með fötlun sendir forystu KÍ opið bréf – „Þeir sjá bróður sinn þjást og vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Skúli Bragi varar við: Börn geta komist í snertingu við skaðlegt efni á samfélagsmiðlum – „Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf“

Skúli Bragi varar við: Börn geta komist í snertingu við skaðlegt efni á samfélagsmiðlum – „Þau þurfa ekki einu sinni að leita eftir því sjálf“
Fréttir
Í gær

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“