fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Aðalsteinn ber ekki blak af fyrrverandi félaga sínum – „Skrýtin krafa að ætlast til að þetta sé afgreitt á nokkrum klukkutímum“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. nóvember 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illræmd bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar, voru rædd í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Aðalsteinn Kjartansson, fyrrverandi vinnufélagi Þórðar á Heimildinni, kom honum ekki til varnar. Hann sagðist hafa upplifað skrifin á svipaðan hátt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar:

„Bara ekki ósvipað Kristrúnu, bara eins og ég væri kýldur í magann. Ég var náttúrulega á ritstjórn með Þórði Snæ til að gera bara nýlega. Ég held reyndar að mín upplifun eigi ekkert sérstakt erindi inn í þessa umræðu og þó ekki væri nema fyrir þær sakir að ég er ekki kona og þessi skrif beinast fyrst og fremst að konum. En ef við tökum þetta bara svona almennt þá finnst mér skrýtin krafa að ætlast til þess að þetta sé bara afgreitt á nokkrum klukkutímum. Ég upplifi ekki að Þórður Snær sé endilega að fara fram á það en gallharðir stuðningsmenn í pólitíkinni virðast vera að gera það, að við eigum bara að láta kyrrt liggja af því það sé búið að biðjast afsökunar. Þetta eru skrif sem kannski einhverjir vissu af en ég held að flestir séu í sömu stöðu og ég að bara hafa ekki haft hugmynd um að þau hafi átt sér stað. Og þau eru náttúrulega yfir nokkurra ára tímabil og eru ítrekuð. Þó að það nú væri að það tæki fólk lengri tíma en einn dag að bara melta það, og þá tala um það og velta því fyrir sér. Það jafngildir heldur engri útskrúfun úr samfélagi mannanna að fólk sé sárt og móðgað og lýsi því bara yfir afdráttarlaust. Hann er frambjóðandi til þings og verður það bara áfram. Það er náttúrulega bara ekki hægt að draga sig til baka. Mér finnst líka allt í lagi að … það er verið að bjóða til þings, það er verið að bjóða sig fram til þess að setja okkur hinum reglurnar. Þá er líka bara eðlilegt að fólk setji stærra spurningamerki við jafnvel einhverja illmælanlega mannkosti eða einhverjar línur sem eru ekki alveg skýrar heldur en við gerum almennt og við hvort annað þegar við erum í vinnunni eða úti á götu.“

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður á Stöð 2 og Vísir.is, tók einnig þátt í umræðunni og sagði:

„Þetta eru hræðileg skrif og lýsa mikilli kvenfyrirlitningu. Hann er þarna ungur maður. Þetta er eitthvað sem við verðum að velta alvarlega fyrir okkur í ljósi þess hvernig fulltrúa við fáum á Alþingi.“

Berghildur benti einnig á að málið væri í alvarlegt í ljósi þess að Þórður Snær hefði setið í stjórnum kvenréttindasamtaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“

Skefur ekki utan af hlutunum – „Við getum ekki treyst Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin

Er tollastríð Trump bara byrjunin á stórri áætlun? – Mar-a-Lago-áætlunin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli

Starfsmenn Morgunblaðsins létu vaða á súðum á bjórkvöldi – Sögðu Guðmund Inga varla læsan og líktu Ásthildi Lóu við frægan eltihrelli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Fréttir
Í gær

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Í gær

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar